Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2018 09:00 Stórlax úr Hömrum í Hvítá Mynd: Fish Partner Hvítá í Árnessýslu er ekki í huga margra veiðimanna laxveiðiá en um hana fer engu að síður töluvert af laxi á leið sinni í árnar í uppsveitum Árnessýslu. Má þar kannski til dæmis nefna Stóru Laxá og Kálfá en lax veiðist líka í Hvítá sjálfri og eru nokkur svæði þar ansi gjöful. Eitt af þeim svæðum sem hefur lítið verið kynnt er Hamrar en Fish Partner hefur hafið sölu á veiðileyfum á svæði Hamra. Þetta skemmtilega tveggja stanga veiðisvæði á sér langa sögu. Mikið magn af laxi, sjóbirtingi og bleikju gengur um svæðið. Allur lax á leið í Brúará, Stóru Laxá, Litlu Laxá, Tungufljót, Fossá og Dalsá fer um svæðið. Hamrar eru við ármót Brúarár og Hvítár. Laxinn á það til að hanga í skilum fersk- og jökulvatnsins langt fram á haust áður en hann gengur upp árnar til hrygningar. Því er spennandi að kasta á skilin. Þrír merktir veiðistaðir eru á svæðinu, Hamrar, Ullarklettur og Hængaklettur. Þeir eru allir stórir og miklir en fiskur getur legið á öllu svæðinu og því um að gera að veiða svæðið allt vel. Hamrar geta oft geymt stóra fiska.Veitt er á tvær stangir á svæðinu. Veiðileyfi fást á www.fishpartner.is Mest lesið Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Brunná opnaði með góðri veiði um helgina Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði
Hvítá í Árnessýslu er ekki í huga margra veiðimanna laxveiðiá en um hana fer engu að síður töluvert af laxi á leið sinni í árnar í uppsveitum Árnessýslu. Má þar kannski til dæmis nefna Stóru Laxá og Kálfá en lax veiðist líka í Hvítá sjálfri og eru nokkur svæði þar ansi gjöful. Eitt af þeim svæðum sem hefur lítið verið kynnt er Hamrar en Fish Partner hefur hafið sölu á veiðileyfum á svæði Hamra. Þetta skemmtilega tveggja stanga veiðisvæði á sér langa sögu. Mikið magn af laxi, sjóbirtingi og bleikju gengur um svæðið. Allur lax á leið í Brúará, Stóru Laxá, Litlu Laxá, Tungufljót, Fossá og Dalsá fer um svæðið. Hamrar eru við ármót Brúarár og Hvítár. Laxinn á það til að hanga í skilum fersk- og jökulvatnsins langt fram á haust áður en hann gengur upp árnar til hrygningar. Því er spennandi að kasta á skilin. Þrír merktir veiðistaðir eru á svæðinu, Hamrar, Ullarklettur og Hængaklettur. Þeir eru allir stórir og miklir en fiskur getur legið á öllu svæðinu og því um að gera að veiða svæðið allt vel. Hamrar geta oft geymt stóra fiska.Veitt er á tvær stangir á svæðinu. Veiðileyfi fást á www.fishpartner.is
Mest lesið Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Brunná opnaði með góðri veiði um helgina Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði