Kitlar í þjálfaraputtana á æfingum í Rússlandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 17:15 Magnús Gylfason með landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Vísir/Vilhelm Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður landsliðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðallega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rússlandi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelendzhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru einfaldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin uppgötvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendinefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira
Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður landsliðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðallega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rússlandi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelendzhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru einfaldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin uppgötvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendinefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira