Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 13:00 Víðir vígalegur í vinnunni. vísir/vilhelm Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00