Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 08:00 Albert Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins. vísir/vilhelm Albert Guðmundsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, er svona rétt farinn að átta sig á því að strákarnir okkar eru mættir á heimsmeistaramótið í fótbolta en þetta hefur verið hálf óraunverulegt undanfarna daga og vikur heima á Íslandi. Eftir tvo vináttuleiki gegn Noregi og Gana eru strákarnir komnir í öllu meiri ró, eins skrítið og það nú er. Á milli æfinga eru þeir í rólegheitum á hótelinu og njóta sín vel á þessum fyrstu dögum HM. „Maður er svona að átta sig á því að maður er kominn á HM. Það er líka bara gott að komast í smá rólegheit og vera upp á hóteli og einbeita sér að leikjunum sem eru framundan,“ segir Albert, en hvað eru strákarnir að gera á hótelinu? „Þetta er voða mikið tjill bara. Við erum með borðtennisborð, pool-borð, píluspjald og svo er sundlaug. Maður er mikið á bakkanum að fá smá lit. Það er mjög gott veður hérna, sem betur fer.“ „Maður var búinn að ímynda sér hvernig þetta yrði en nú er þetta orðið eins raunverulegt og það verður. Maður er að átta sig á því hversu stórt þetta er,“ segir Albert.Kjartan Henry Finnbogason var í baráttu um sæti í HM-hópnum en varð eftir.vísir/gettyAlbert er uppalinn hjá KR og leit á yngri árum upp til nokkurra leikmanna meistaraflokks liðsins. Tveir af þeim voru Theodór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason. Elmar var á HM 2016 með íslenska liðinu og báðir voru í baráttu um sæti í HM-hópnum. Þeir voru skildir eftir en Albert litli er mættur til Rússlands. Strákurinn sem heimsótti þá um hver jól á yngri árum. „Þetta er mjög fyndið. Ég gaf þeim tveimur alltaf jólakort og studdi þá í einu og öllu. Ég veit líka að þeir styðja mig í þessu verkefni. Þeir eru bestir í KR á þessum tíma. Ég var tíu eða ellefu ára og leit fáránlega mikið upp til þeirra,“ segir Albert sem var einnig Rauða ljónið, lukkudýr KR, nokkrum sinnum þegar að hann var lítill. „Maður tók það verkefni á sig stundum. Ég var eins mikið í bolta og ég gat og þarna sá ég möguleika á því að vera rautt ljón með fótbolta. Maður nýtti þetta tækifæri,“ segir hann og brosir. Það er auðvitað stórt fyrir þennan unga framherja að vera kominn á HM en býst hann við einhverjum mínútum á mótinu? „Ég held mér rólegum en auðvitað ætla ég frekar að búast við einhverju heldur en ekki þannig að ég verði klár þegar að kallið kemur. Ég ætla að vera klár og búast við einhverjum mínútum og vera þá 100 prósent einbeittur þegar að ég kem inn á,“ segir Albert Guðmundsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Albert Guðmundsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, er svona rétt farinn að átta sig á því að strákarnir okkar eru mættir á heimsmeistaramótið í fótbolta en þetta hefur verið hálf óraunverulegt undanfarna daga og vikur heima á Íslandi. Eftir tvo vináttuleiki gegn Noregi og Gana eru strákarnir komnir í öllu meiri ró, eins skrítið og það nú er. Á milli æfinga eru þeir í rólegheitum á hótelinu og njóta sín vel á þessum fyrstu dögum HM. „Maður er svona að átta sig á því að maður er kominn á HM. Það er líka bara gott að komast í smá rólegheit og vera upp á hóteli og einbeita sér að leikjunum sem eru framundan,“ segir Albert, en hvað eru strákarnir að gera á hótelinu? „Þetta er voða mikið tjill bara. Við erum með borðtennisborð, pool-borð, píluspjald og svo er sundlaug. Maður er mikið á bakkanum að fá smá lit. Það er mjög gott veður hérna, sem betur fer.“ „Maður var búinn að ímynda sér hvernig þetta yrði en nú er þetta orðið eins raunverulegt og það verður. Maður er að átta sig á því hversu stórt þetta er,“ segir Albert.Kjartan Henry Finnbogason var í baráttu um sæti í HM-hópnum en varð eftir.vísir/gettyAlbert er uppalinn hjá KR og leit á yngri árum upp til nokkurra leikmanna meistaraflokks liðsins. Tveir af þeim voru Theodór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason. Elmar var á HM 2016 með íslenska liðinu og báðir voru í baráttu um sæti í HM-hópnum. Þeir voru skildir eftir en Albert litli er mættur til Rússlands. Strákurinn sem heimsótti þá um hver jól á yngri árum. „Þetta er mjög fyndið. Ég gaf þeim tveimur alltaf jólakort og studdi þá í einu og öllu. Ég veit líka að þeir styðja mig í þessu verkefni. Þeir eru bestir í KR á þessum tíma. Ég var tíu eða ellefu ára og leit fáránlega mikið upp til þeirra,“ segir Albert sem var einnig Rauða ljónið, lukkudýr KR, nokkrum sinnum þegar að hann var lítill. „Maður tók það verkefni á sig stundum. Ég var eins mikið í bolta og ég gat og þarna sá ég möguleika á því að vera rautt ljón með fótbolta. Maður nýtti þetta tækifæri,“ segir hann og brosir. Það er auðvitað stórt fyrir þennan unga framherja að vera kominn á HM en býst hann við einhverjum mínútum á mótinu? „Ég held mér rólegum en auðvitað ætla ég frekar að búast við einhverju heldur en ekki þannig að ég verði klár þegar að kallið kemur. Ég ætla að vera klár og búast við einhverjum mínútum og vera þá 100 prósent einbeittur þegar að ég kem inn á,“ segir Albert Guðmundsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
„Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00
Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52
Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45