Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Bragi Þórðarson skrifar 12. júní 2018 06:00 Vettel fagnar sigrinum. vísir/getty Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni. Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni.
Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira