Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Bragi Þórðarson skrifar 12. júní 2018 06:00 Vettel fagnar sigrinum. vísir/getty Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni. Formúla Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni.
Formúla Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira