Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 08:28 Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. Vísir/Aðsent Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira