Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 14:00 Frederik Schram á landsliðsæfingu í dag. vísri/vilhelm Frederik Schram, danski Íslendingurinn í landsliðinu í fótbolta, er mættur á HM ásamt strákunum okkar en hann berst um varamarkvarðarstöðuna við Rúnar Alex Rúnarsson. Strákarnir hafa notið sín á fyrstu dögunum í Gelendzhik en æfingasvæði í Kabardinka er með flottasta móti og völlurinn alveg frábær. „Hingað til hafa æfingar verið góðar og aðstæður frábærar þannig þetta er allt í topp málum,“ segir Frederik á frábærri ensku. Hann vill frekar tala ensku í lengri viðtölum en hann verður betri í íslensku með hverjum deginum.Frederik Schram á æfingu með Rúnari Alex.vísir/vilhelmBara jákvæðir hlutir Eins og greint var frá í gær fundaði Hannes Þór Halldórsson með íslenska markvarðateyminum því honum fannst ansi þungt yfir mönnum á æfingum. Rúnar Alex talaði einnig um fundinn í fyrr í dag en hvað fannst Frederik? „Hannes kom að máli við okkur og sagði við Gumma, Alex og mig að við þurfum að njóta þess að vera hérna. Þetta er stærsta mót heims og því þurfum við að sýna að við höfum gaman að því að vera hérna. Hann sagði bara jákvæða hluti,“ segir Frederik. „Við hlökkum allir til fyrsta leiksins. Við æfum vel og reynum að halda gleðinni. Stemningin og orkan hefur verið mikil í herbúðum markvarðanna og vonandi verður það þannig áfram,“ segir hann. Frederik gerði slæm mistök í vináttuleiknum á móti Noregi á dögunum þegar að hann reyndi að leika á framherja gestanna með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum og settur í netið. Nóttin eftir mistökin var erfið.Hannes Þór fór aðeins yfir málin með strákunum.vísri/vilhelmSvaf lítið „Augljóslega svaf ég ekki vel því þetta voru stór mistök. Þetta var stórt fyrir mig því ég vildi sýna hversu góður ég er. Maður fær bara 90 mínútur í einu til að sýna sig og ef þú gerir það ekki er það næsti leikur,“ segir Frederik. „Svona er lífið sem markvörður og sérstaklega þegar að þú ert kominn svona langt. Ef þú ræður ekki við þetta áttu ekki að vera markvörður. Það er mikil ábyrgð að vera markvörður og ég elska ábyrgðina. Ef maður ræður ekki við ábyrgðina á maður ekki að standa í marki.“ „Ég er sterkur andlega og get því alveg ráðið við svona. Ég kem aftur sterkari. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þetta núna því mistök gerast á stærstu sviðum fótboltans. Það sáum við bara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki slakur markvörður vegna þess að ég gerði ein slæm mistök. Ég veit að þetta verður ekki minn síðasti landsleikur,“ segir Frederik Schram.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30 Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30 Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30 HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Frederik Schram, danski Íslendingurinn í landsliðinu í fótbolta, er mættur á HM ásamt strákunum okkar en hann berst um varamarkvarðarstöðuna við Rúnar Alex Rúnarsson. Strákarnir hafa notið sín á fyrstu dögunum í Gelendzhik en æfingasvæði í Kabardinka er með flottasta móti og völlurinn alveg frábær. „Hingað til hafa æfingar verið góðar og aðstæður frábærar þannig þetta er allt í topp málum,“ segir Frederik á frábærri ensku. Hann vill frekar tala ensku í lengri viðtölum en hann verður betri í íslensku með hverjum deginum.Frederik Schram á æfingu með Rúnari Alex.vísir/vilhelmBara jákvæðir hlutir Eins og greint var frá í gær fundaði Hannes Þór Halldórsson með íslenska markvarðateyminum því honum fannst ansi þungt yfir mönnum á æfingum. Rúnar Alex talaði einnig um fundinn í fyrr í dag en hvað fannst Frederik? „Hannes kom að máli við okkur og sagði við Gumma, Alex og mig að við þurfum að njóta þess að vera hérna. Þetta er stærsta mót heims og því þurfum við að sýna að við höfum gaman að því að vera hérna. Hann sagði bara jákvæða hluti,“ segir Frederik. „Við hlökkum allir til fyrsta leiksins. Við æfum vel og reynum að halda gleðinni. Stemningin og orkan hefur verið mikil í herbúðum markvarðanna og vonandi verður það þannig áfram,“ segir hann. Frederik gerði slæm mistök í vináttuleiknum á móti Noregi á dögunum þegar að hann reyndi að leika á framherja gestanna með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum og settur í netið. Nóttin eftir mistökin var erfið.Hannes Þór fór aðeins yfir málin með strákunum.vísri/vilhelmSvaf lítið „Augljóslega svaf ég ekki vel því þetta voru stór mistök. Þetta var stórt fyrir mig því ég vildi sýna hversu góður ég er. Maður fær bara 90 mínútur í einu til að sýna sig og ef þú gerir það ekki er það næsti leikur,“ segir Frederik. „Svona er lífið sem markvörður og sérstaklega þegar að þú ert kominn svona langt. Ef þú ræður ekki við þetta áttu ekki að vera markvörður. Það er mikil ábyrgð að vera markvörður og ég elska ábyrgðina. Ef maður ræður ekki við ábyrgðina á maður ekki að standa í marki.“ „Ég er sterkur andlega og get því alveg ráðið við svona. Ég kem aftur sterkari. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þetta núna því mistök gerast á stærstu sviðum fótboltans. Það sáum við bara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki slakur markvörður vegna þess að ég gerði ein slæm mistök. Ég veit að þetta verður ekki minn síðasti landsleikur,“ segir Frederik Schram.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30 Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30 Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30 HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30
Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30
Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30
HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00
Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00