Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 14:00 Frederik Schram á landsliðsæfingu í dag. vísri/vilhelm Frederik Schram, danski Íslendingurinn í landsliðinu í fótbolta, er mættur á HM ásamt strákunum okkar en hann berst um varamarkvarðarstöðuna við Rúnar Alex Rúnarsson. Strákarnir hafa notið sín á fyrstu dögunum í Gelendzhik en æfingasvæði í Kabardinka er með flottasta móti og völlurinn alveg frábær. „Hingað til hafa æfingar verið góðar og aðstæður frábærar þannig þetta er allt í topp málum,“ segir Frederik á frábærri ensku. Hann vill frekar tala ensku í lengri viðtölum en hann verður betri í íslensku með hverjum deginum.Frederik Schram á æfingu með Rúnari Alex.vísir/vilhelmBara jákvæðir hlutir Eins og greint var frá í gær fundaði Hannes Þór Halldórsson með íslenska markvarðateyminum því honum fannst ansi þungt yfir mönnum á æfingum. Rúnar Alex talaði einnig um fundinn í fyrr í dag en hvað fannst Frederik? „Hannes kom að máli við okkur og sagði við Gumma, Alex og mig að við þurfum að njóta þess að vera hérna. Þetta er stærsta mót heims og því þurfum við að sýna að við höfum gaman að því að vera hérna. Hann sagði bara jákvæða hluti,“ segir Frederik. „Við hlökkum allir til fyrsta leiksins. Við æfum vel og reynum að halda gleðinni. Stemningin og orkan hefur verið mikil í herbúðum markvarðanna og vonandi verður það þannig áfram,“ segir hann. Frederik gerði slæm mistök í vináttuleiknum á móti Noregi á dögunum þegar að hann reyndi að leika á framherja gestanna með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum og settur í netið. Nóttin eftir mistökin var erfið.Hannes Þór fór aðeins yfir málin með strákunum.vísri/vilhelmSvaf lítið „Augljóslega svaf ég ekki vel því þetta voru stór mistök. Þetta var stórt fyrir mig því ég vildi sýna hversu góður ég er. Maður fær bara 90 mínútur í einu til að sýna sig og ef þú gerir það ekki er það næsti leikur,“ segir Frederik. „Svona er lífið sem markvörður og sérstaklega þegar að þú ert kominn svona langt. Ef þú ræður ekki við þetta áttu ekki að vera markvörður. Það er mikil ábyrgð að vera markvörður og ég elska ábyrgðina. Ef maður ræður ekki við ábyrgðina á maður ekki að standa í marki.“ „Ég er sterkur andlega og get því alveg ráðið við svona. Ég kem aftur sterkari. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þetta núna því mistök gerast á stærstu sviðum fótboltans. Það sáum við bara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki slakur markvörður vegna þess að ég gerði ein slæm mistök. Ég veit að þetta verður ekki minn síðasti landsleikur,“ segir Frederik Schram.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30 Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30 Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30 HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Sjá meira
Frederik Schram, danski Íslendingurinn í landsliðinu í fótbolta, er mættur á HM ásamt strákunum okkar en hann berst um varamarkvarðarstöðuna við Rúnar Alex Rúnarsson. Strákarnir hafa notið sín á fyrstu dögunum í Gelendzhik en æfingasvæði í Kabardinka er með flottasta móti og völlurinn alveg frábær. „Hingað til hafa æfingar verið góðar og aðstæður frábærar þannig þetta er allt í topp málum,“ segir Frederik á frábærri ensku. Hann vill frekar tala ensku í lengri viðtölum en hann verður betri í íslensku með hverjum deginum.Frederik Schram á æfingu með Rúnari Alex.vísir/vilhelmBara jákvæðir hlutir Eins og greint var frá í gær fundaði Hannes Þór Halldórsson með íslenska markvarðateyminum því honum fannst ansi þungt yfir mönnum á æfingum. Rúnar Alex talaði einnig um fundinn í fyrr í dag en hvað fannst Frederik? „Hannes kom að máli við okkur og sagði við Gumma, Alex og mig að við þurfum að njóta þess að vera hérna. Þetta er stærsta mót heims og því þurfum við að sýna að við höfum gaman að því að vera hérna. Hann sagði bara jákvæða hluti,“ segir Frederik. „Við hlökkum allir til fyrsta leiksins. Við æfum vel og reynum að halda gleðinni. Stemningin og orkan hefur verið mikil í herbúðum markvarðanna og vonandi verður það þannig áfram,“ segir hann. Frederik gerði slæm mistök í vináttuleiknum á móti Noregi á dögunum þegar að hann reyndi að leika á framherja gestanna með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum og settur í netið. Nóttin eftir mistökin var erfið.Hannes Þór fór aðeins yfir málin með strákunum.vísri/vilhelmSvaf lítið „Augljóslega svaf ég ekki vel því þetta voru stór mistök. Þetta var stórt fyrir mig því ég vildi sýna hversu góður ég er. Maður fær bara 90 mínútur í einu til að sýna sig og ef þú gerir það ekki er það næsti leikur,“ segir Frederik. „Svona er lífið sem markvörður og sérstaklega þegar að þú ert kominn svona langt. Ef þú ræður ekki við þetta áttu ekki að vera markvörður. Það er mikil ábyrgð að vera markvörður og ég elska ábyrgðina. Ef maður ræður ekki við ábyrgðina á maður ekki að standa í marki.“ „Ég er sterkur andlega og get því alveg ráðið við svona. Ég kem aftur sterkari. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þetta núna því mistök gerast á stærstu sviðum fótboltans. Það sáum við bara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki slakur markvörður vegna þess að ég gerði ein slæm mistök. Ég veit að þetta verður ekki minn síðasti landsleikur,“ segir Frederik Schram.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30 Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30 Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30 HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Sjá meira
Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30
Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30
Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30
HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00
Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00