Lagt til að Eggert Einer og systir hans fái íslenskan ríkisborgararétt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:30 Systkinin Eggert Einer Nielsen og Else Harriett Rosener Edwards fæddust hér á landi og lítur nú út fyrir að þau fái íslenskan ríkisborgararétt. Mynd/Úr einkasafni „Ég er svo hamingjusamur í dag, loksins,“ segir Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson en hann er einn af þeim 69 einstaklingum sem Allsherjarnefnd Alþingis lagði til að verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. Á listanum er einnig systir Eggerts, Else Harriett Rosener Edwards. Önnur umræða um lagafrumvarpið fer fram í dag. „Bæði ég og systir mín erum mjög stolt. Ég er í bolnum mínum sem stendur á „Fæddur á Íslandi.“ Fjölskyldan mín dansar í himnaríki núna, þetta er gleðidagur.“ Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík árið 1957 en flutti til Ameríku þegar hann var sjö ára. Móðir hans var íslensk en faðir hans danskur. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér í meira en átta ár eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.Eggert segir að hann sé stoltur og hrærður.Mynd/Úr einkasafniEggert er giftur Michelle Lyn Nielson og saman eiga þau tvö börn, þau Eggert Thomas Nielson og Briana Lyn Russell. Eggert og Michelle búa hér ásamt Eggerti syni sínum og starfa þau öll á Íslandi. Þau settu húsið sitt á sölu þegar það leit út fyrir að þau þyrftu að yfirgefa landið. Þau eru nú komin með húsnæði á Langeyri á Súðavík og ætla að flytja þangað. Næsta verkefni hjá Eggerti er að finna sér atvinnu fyrir haustið og eru þau spennt fyrir komandi tímum. „Takk fyrir alla ástina og stuðninginn.“Eggert, Eggert og Michelle hafa búið hér á landi í mörg ár.Facebook/Michelle NielsonAlls bárust allsherjarnefnd 147 umsóknir um ríkisborgararétt og eins og áður sagði voru 69 samþykktar. Hinir nýju borgarar koma víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kósóvó, Póllandi, Írak, Sýrlandi, Palestínu, Bandaríkjunum, Sviss og Kenía. Á meðal hinna 69 er einnig Evelyn Glory Joseph en árið 2013 var röngum upplýsingum um hana og hælisleitandann Tony Omos lekið í fjölmiðla, sem meðal annars leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, sagði af sér embætti. Áður hafði aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, upplýst að hann hefði lekið upplýsingum og var hann síðar dæmdur vegna málsins. Á listanum er einnig Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður fæddur 1989, sem tilnefndur var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á síðasta ári. Einnig á listanum er hælisleitandinn Nargiza Salimova, sem hafði fengið tilkynningu um að henni yrði vísað úr landi.Hér má nálgast lista yfir þá 69 sem allsherjarnefnd leggur til að öðlist ríkisborgararétt. Tengdar fréttir Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00 Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20 Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Sjá meira
„Ég er svo hamingjusamur í dag, loksins,“ segir Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson en hann er einn af þeim 69 einstaklingum sem Allsherjarnefnd Alþingis lagði til að verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. Á listanum er einnig systir Eggerts, Else Harriett Rosener Edwards. Önnur umræða um lagafrumvarpið fer fram í dag. „Bæði ég og systir mín erum mjög stolt. Ég er í bolnum mínum sem stendur á „Fæddur á Íslandi.“ Fjölskyldan mín dansar í himnaríki núna, þetta er gleðidagur.“ Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík árið 1957 en flutti til Ameríku þegar hann var sjö ára. Móðir hans var íslensk en faðir hans danskur. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér í meira en átta ár eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.Eggert segir að hann sé stoltur og hrærður.Mynd/Úr einkasafniEggert er giftur Michelle Lyn Nielson og saman eiga þau tvö börn, þau Eggert Thomas Nielson og Briana Lyn Russell. Eggert og Michelle búa hér ásamt Eggerti syni sínum og starfa þau öll á Íslandi. Þau settu húsið sitt á sölu þegar það leit út fyrir að þau þyrftu að yfirgefa landið. Þau eru nú komin með húsnæði á Langeyri á Súðavík og ætla að flytja þangað. Næsta verkefni hjá Eggerti er að finna sér atvinnu fyrir haustið og eru þau spennt fyrir komandi tímum. „Takk fyrir alla ástina og stuðninginn.“Eggert, Eggert og Michelle hafa búið hér á landi í mörg ár.Facebook/Michelle NielsonAlls bárust allsherjarnefnd 147 umsóknir um ríkisborgararétt og eins og áður sagði voru 69 samþykktar. Hinir nýju borgarar koma víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kósóvó, Póllandi, Írak, Sýrlandi, Palestínu, Bandaríkjunum, Sviss og Kenía. Á meðal hinna 69 er einnig Evelyn Glory Joseph en árið 2013 var röngum upplýsingum um hana og hælisleitandann Tony Omos lekið í fjölmiðla, sem meðal annars leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, sagði af sér embætti. Áður hafði aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, upplýst að hann hefði lekið upplýsingum og var hann síðar dæmdur vegna málsins. Á listanum er einnig Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður fæddur 1989, sem tilnefndur var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á síðasta ári. Einnig á listanum er hælisleitandinn Nargiza Salimova, sem hafði fengið tilkynningu um að henni yrði vísað úr landi.Hér má nálgast lista yfir þá 69 sem allsherjarnefnd leggur til að öðlist ríkisborgararétt.
Tengdar fréttir Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00 Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20 Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Sjá meira
Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00
Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20
Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30