Barist um mikilvæga jemenska hafnarborg Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:35 Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna. Vísir/EPA Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri. Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi. Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna. Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim. Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað. Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn. Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri. Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi. Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna. Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim. Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað. Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn.
Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51
Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37