Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2018 07:13 Model 3 - lykilinn að velgengni Tesla. Vísir/Getty Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. Framundan sé víðtæk endurskipulagning með það fyrir augum að minnka kostnað og auka framleiðni. Tesla hefur ekki aðeins verið rekið með miklu tapi á síðustu misserum heldur hefur fyrirtækinu ekki heldur tekist að standa undir yfirlýsingum sínum um rafbílaframleiðslu. Ný bifreið fyrirtækisins, sem ber nafnið Model 3, er talin lykilþáttur í því að Tesla geti rétt úr kútnum. Til þess þurfi þó að auka framleiðsluna um þúsundir bíla á mánuði.Difficult, but necessary Tesla reorg underway. My email to the company has already leaked to media. Here it is unfiltered: pic.twitter.com/4LToWoxScx— Elon Musk (@elonmusk) June 12, 2018 Fyrirtækið segir að um 3000 starfsmönnum verði sagt upp á næstunni. Mest verður skorið niður í efri tekjulögum félagsins og að langflestum þeirra sem vinni á gólfinu við samsetningu bílanna verði hlíft. Það ætti að sama skapi að leiða til „flatari valdapýramída“ innan fyrirtækisins. Elon Musk, stofnandi og andlit Tesla, segir ákvörðunina vera mjög erfiða en alls unnu um 37 þúsund manns hjá fyrirtækinu í lok síðasta árs. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur lækkað hratt á síðustu mánuðum, ekki síst vegna framgöngu stofnandans í fjölmiðlum. Hann sagði í tölvupósti til starfsmanna sinna að „flestum“ þeirra sem sagt verður upp bjóðist starf í verslunum fyrirtækisins. Hann bætti við að þó uppsagnirnar hafi verið nauðsynlegar þá væri þó mikilvægast að framleiðslan á Model 3 aukist hratt á næstu mánuðum. Aðeins þannig gæti Tesla ná markmiði sínum um að skila hagnaði í lok þess árs. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Eldvörpur Elon Musks hafa verið afhentar Eldvörpur Elon Musks hafa loksins verið afhentar eftir margra mánaða bið. 11. júní 2018 10:05 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. Framundan sé víðtæk endurskipulagning með það fyrir augum að minnka kostnað og auka framleiðni. Tesla hefur ekki aðeins verið rekið með miklu tapi á síðustu misserum heldur hefur fyrirtækinu ekki heldur tekist að standa undir yfirlýsingum sínum um rafbílaframleiðslu. Ný bifreið fyrirtækisins, sem ber nafnið Model 3, er talin lykilþáttur í því að Tesla geti rétt úr kútnum. Til þess þurfi þó að auka framleiðsluna um þúsundir bíla á mánuði.Difficult, but necessary Tesla reorg underway. My email to the company has already leaked to media. Here it is unfiltered: pic.twitter.com/4LToWoxScx— Elon Musk (@elonmusk) June 12, 2018 Fyrirtækið segir að um 3000 starfsmönnum verði sagt upp á næstunni. Mest verður skorið niður í efri tekjulögum félagsins og að langflestum þeirra sem vinni á gólfinu við samsetningu bílanna verði hlíft. Það ætti að sama skapi að leiða til „flatari valdapýramída“ innan fyrirtækisins. Elon Musk, stofnandi og andlit Tesla, segir ákvörðunina vera mjög erfiða en alls unnu um 37 þúsund manns hjá fyrirtækinu í lok síðasta árs. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur lækkað hratt á síðustu mánuðum, ekki síst vegna framgöngu stofnandans í fjölmiðlum. Hann sagði í tölvupósti til starfsmanna sinna að „flestum“ þeirra sem sagt verður upp bjóðist starf í verslunum fyrirtækisins. Hann bætti við að þó uppsagnirnar hafi verið nauðsynlegar þá væri þó mikilvægast að framleiðslan á Model 3 aukist hratt á næstu mánuðum. Aðeins þannig gæti Tesla ná markmiði sínum um að skila hagnaði í lok þess árs.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Eldvörpur Elon Musks hafa verið afhentar Eldvörpur Elon Musks hafa loksins verið afhentar eftir margra mánaða bið. 11. júní 2018 10:05 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00
Eldvörpur Elon Musks hafa verið afhentar Eldvörpur Elon Musks hafa loksins verið afhentar eftir margra mánaða bið. 11. júní 2018 10:05