Virði Basko lækkaði um 690 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Basko rekur meðal annars verslanir 10-11. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00
Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00