Fjölmiðlamenn fá að fylgjast með í upphafi æfinga en þurfa svo frá að hverfa eftir ákveðinn tíma.
Sami hátturinn var á hjá Brasilíumönnum sem undirbúa sig fyrir leik gegn Sviss næstkomandi sunnudag. Hins vegar ákvað Tite að leyfa einhverjum aðilum sem voru nátengdir leikmönnum að sitja lengur og fylgjast með æfingu liðsins í gær.
Einn af þeim sem fékk að fylgjast með var félagi sóknarmannsins skæða, Gabriel Jesus, og hann ákvað að taka upp myndband af æfingunni sem hann setti svo inn á Instagram síðu sína. Hann var fljótur að eyða því út en ekki nógu fljótur því fjölmiðlar komust yfir klippuna.
Samkvæmt því sem sást á myndbandinu mun Brasilía stilla liði sínu upp á eftirfarandi hátt; Alisson - Danilo, Thiago Silva, Miranda, Marcelo - Casemiro, Paulinho, Philippe Coutinho - Willian, Neymar, Gabriel Jesus.
Það verður spennandi að sjá hvort þetta reynist rétt en leikur Brasilíu og Sviss hefst klukkan 18:00 sunnudaginn 17.júní.
Journalists attended the first 15 minutes of Brazil's training session and then were asked to leave. Players' entourages were allowed to stay, though. And here comes the best part: one of Gabriel Jesus' pals posted an Instagram story and revealed Tite's XI for WC debut. Congrats!
— Marcus Alves (@alves_marcus) June 13, 2018