Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2018 15:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra gróðursetti tré í dag ásamt öðru starfsfólki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. vísir/magnús hlynur hreiðarsson Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Svæðið þar sem var gróðursett hefur fengið nafnið Þorláksskógar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir áhersla sé á að draga úr losun í starfsemi ráðuneytisins, en kolefnisjöfnun með gróðursetningu sé síðan notuð til að vega upp á móti þeirri losun sem ekki sé unnt að fyrirbyggja. Aðallega sé um að ræða losun vegna samgangna og þá ekki síst millilandaflugs. Er átakið liður í svokölluðum Grænum skrefum í ríkisrekstri sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. „Forstöðumenn allra þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu fyrir skemmstu yfirlýsingu um að setja fyrir lok árs loftslagsmarkmið fyrir stofnanir sínar, þar sem meðal annars er gengið út frá því að starfsemi þeirra verði kolefnishlutlaus með öllu. Birkiplönturnar sem gróðursettar verða í dag verða settar niður á landgræðslu- og skógræktarsvæði nærri Þorlákshöfn en undanfarið hafa Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin unnið að skipulagi skógræktarverkefnis á þessu svæði, undir nafninu Þorláksskógar. Starfsmenn þessara stofnana munu leiðbeina starfsfólki ráðuneytisins um gróðursetninguna og sýna því rétt handtök. Fulltrúar úr fráfarandi og verðandi bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Ölfusi verða enn fremur á staðnum. Grænu skrefin í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins. Umhverfismál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Svæðið þar sem var gróðursett hefur fengið nafnið Þorláksskógar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir áhersla sé á að draga úr losun í starfsemi ráðuneytisins, en kolefnisjöfnun með gróðursetningu sé síðan notuð til að vega upp á móti þeirri losun sem ekki sé unnt að fyrirbyggja. Aðallega sé um að ræða losun vegna samgangna og þá ekki síst millilandaflugs. Er átakið liður í svokölluðum Grænum skrefum í ríkisrekstri sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. „Forstöðumenn allra þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu fyrir skemmstu yfirlýsingu um að setja fyrir lok árs loftslagsmarkmið fyrir stofnanir sínar, þar sem meðal annars er gengið út frá því að starfsemi þeirra verði kolefnishlutlaus með öllu. Birkiplönturnar sem gróðursettar verða í dag verða settar niður á landgræðslu- og skógræktarsvæði nærri Þorlákshöfn en undanfarið hafa Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin unnið að skipulagi skógræktarverkefnis á þessu svæði, undir nafninu Þorláksskógar. Starfsmenn þessara stofnana munu leiðbeina starfsfólki ráðuneytisins um gróðursetninguna og sýna því rétt handtök. Fulltrúar úr fráfarandi og verðandi bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Ölfusi verða enn fremur á staðnum. Grænu skrefin í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins.
Umhverfismál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira