Króatía er komið á HM 2019 þrátt fyrir eins marks tap gegn Svartfjallalandi, 32-31. Sömu sögu má segja af Serbíu sem lagði Portúgal.
Króatía vann fyrri leikinn gegn Svartfjallalandi, 32-19, svo eftirleikurinn var í kvöld auðveldur. Króatía slakaði á klónni og Svartfjallaland vann eð einu marki, 32-31.
Samanlagt fer þó Króatía á HM með tólf marka sigri en Króatar eru ein stærsta handboltaþjóð í heimi. Frændur þeirra, Serbía, er einnig komið á HM eftir sigur á Portúgölum í tveimur leikjum.
Serbia vann fyrri leikinn með sjö marka mun í Serbíu en síðari leikurinn í Portúgal í kvöld endaði með jafntefli, 25-25. Því fer Serbía á HM, samanlagt 53-46.
