Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:30 Byrjar Aron eða byrjar hann ekki. Það er spurningin. vísir/vilhelm Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í gærkvöld, ræddu mál fyrirliðans og hvort hann myndi vera í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks á morgun. „Ég tel hann vera alvöru íslenskan víking sem að verður klár í þennan leik. Hann verður klár í að byrja þennan leik og leiða liðið út í fyrsta leik okkar á HM,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins. „Jói er gamall miðjumaður og þekkir hversu gríðarlegt álag það er að spila á miðri miðjunni, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Argentínu. Þetta er eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur á móti Argentínu eftir að hafa verið frá í allan þennan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason og tók Jóhannes undir það, hann býst ekki við því að fyrirliðinn taki allan leikinn en taldi gríðarlega mikilvægt að hann sé í byrjunarliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson, ein skærasta stjarnan í liði sem annars er byggt á liðsheild frekar en stjörnustælum, er einnig að koma til baka eftir meiðsli. Hann er þó aðeins á undan Aroni í ferlinu og spilaði meðal annars í báðum æfingaleikjum Íslands á Laugardalsvelli í upphafi mánaðar. „Ekki nokkrar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann sýndi okkur það í æfingaleikjunum að hann er klár í slaginn og rúmlega það, virðist bara vera nokkuð ferskur.“ „Okkar besti leikmaður og skiptir okkur miklu máli, ég held að hann sé klár í slaginn.“ Ísland mætir Argentínu á Spartak vellinum í Moskvu á morgun, laugardaginn 16. júní, klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í gærkvöld, ræddu mál fyrirliðans og hvort hann myndi vera í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks á morgun. „Ég tel hann vera alvöru íslenskan víking sem að verður klár í þennan leik. Hann verður klár í að byrja þennan leik og leiða liðið út í fyrsta leik okkar á HM,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins. „Jói er gamall miðjumaður og þekkir hversu gríðarlegt álag það er að spila á miðri miðjunni, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Argentínu. Þetta er eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur á móti Argentínu eftir að hafa verið frá í allan þennan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason og tók Jóhannes undir það, hann býst ekki við því að fyrirliðinn taki allan leikinn en taldi gríðarlega mikilvægt að hann sé í byrjunarliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson, ein skærasta stjarnan í liði sem annars er byggt á liðsheild frekar en stjörnustælum, er einnig að koma til baka eftir meiðsli. Hann er þó aðeins á undan Aroni í ferlinu og spilaði meðal annars í báðum æfingaleikjum Íslands á Laugardalsvelli í upphafi mánaðar. „Ekki nokkrar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann sýndi okkur það í æfingaleikjunum að hann er klár í slaginn og rúmlega það, virðist bara vera nokkuð ferskur.“ „Okkar besti leikmaður og skiptir okkur miklu máli, ég held að hann sé klár í slaginn.“ Ísland mætir Argentínu á Spartak vellinum í Moskvu á morgun, laugardaginn 16. júní, klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira