Örn á frábærum lokaspretti bjargaði Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:00 Ólafía Þórunn spilaði stöðugt golf í dag eftir erfiða byrjun. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að öllum líkindum komin í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía átti góðan fyrsta hring í gær þar sem hún endaði á erni og kláraði á þremur höggum undir pari. Morguninn byrjaði hins vegar heldur betur illa hjá íþróttamanni ársins 2017 og fékk hún tvo skolla í röð á annari og þriðju holu. Hún fékk svo þriðja skollann á sjöundu holunni og var komin á parið og fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Þá tók við hrikalega stöðugt golf. Hún gerði í raun allt nákvæmlega eftir bókinni, hitti flestar brautir og flatir og var að tvípútta fyrir pörum. Átta pör í röð á 8. - 15. braut. Á 16. brautinni gerði Ólafía sér lítið fyrir og setti örn og fylgdi því eftir með fugli á 18. holu. Fór því hringinn í dag á pari og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Þegar Ólafía kom í hús var hún í 42. - 56. sæti og niðurskurðarlínan við tvö högg undir parið. Hún var hins vegar með fyrstu kylfingum út á völlinn í morgun og því mikið vatn eftir að renna til sjávar. Fuglinn á 18. holunni ætti að hafa tryggt Ólafíu í gegnum niðurskurðinn en það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok dags hver lokastaðan verður. Bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að öllum líkindum komin í gegnum niðurskurðinn á Mejer Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía átti góðan fyrsta hring í gær þar sem hún endaði á erni og kláraði á þremur höggum undir pari. Morguninn byrjaði hins vegar heldur betur illa hjá íþróttamanni ársins 2017 og fékk hún tvo skolla í röð á annari og þriðju holu. Hún fékk svo þriðja skollann á sjöundu holunni og var komin á parið og fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Þá tók við hrikalega stöðugt golf. Hún gerði í raun allt nákvæmlega eftir bókinni, hitti flestar brautir og flatir og var að tvípútta fyrir pörum. Átta pör í röð á 8. - 15. braut. Á 16. brautinni gerði Ólafía sér lítið fyrir og setti örn og fylgdi því eftir með fugli á 18. holu. Fór því hringinn í dag á pari og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Þegar Ólafía kom í hús var hún í 42. - 56. sæti og niðurskurðarlínan við tvö högg undir parið. Hún var hins vegar með fyrstu kylfingum út á völlinn í morgun og því mikið vatn eftir að renna til sjávar. Fuglinn á 18. holunni ætti að hafa tryggt Ólafíu í gegnum niðurskurðinn en það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok dags hver lokastaðan verður. Bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Golf Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira