Lítið talað um Ísland á blaðamannafundi Argentínumanna Henry Birgr Gunnarsson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 16:45 Sampaoli á fundinum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira