Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 16. júní 2018 07:30 „Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
„Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira