Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 16. júní 2018 07:30 „Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
„Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira