Þar hitar Tólfan, stuðningsmannafélag íslensku landsliðanna, upp fyrir leikinn með víkingaklappinu víðfræga. Auk þess stíga á svið tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór. Reiknað er með því að Íslendingar fjölmenni en þeir telja nokkur þúsund hér í Moskvu.
Zaryadye-garðurinn er í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Gleðin hefst klukkan ellefu að staðartíma (átta að íslenskum tíma) og stendur í tvo tíma. Þá munu stuðningsmenn flykkjast á völlinn en mikilvægt er að vera tímanlega í því.
Arnar Björnsson, Björn Guðgeir Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason verða í garðinum og taka Íslendinga tali.
Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér fyrir neðan.