Gylfi Þór Sigurðsson keppti þar við Ramiro Funes Mori sem er 27 ára miðvörður sem hefur verið í kringum argentínska landsliðið síðustu ár og á að baki 19 landsleiki.
| "That's an easy question!"
Ahead of #ARGISL it's @funesmoriofi25 Gylfi Sigurdsson in a battle of knowledge!
WATCH https://t.co/oNoFLTU63c#EFCpic.twitter.com/xrZ0KNwPQE
— Everton (@Everton) June 16, 2018
Spurningkeppnin snérist um hversu mikið þeir félagar vissu um þjóð, landslið eða land hvors annars.
Gylfi spurði Ramiro Funes Mori út í hluti tengda sér og Íslandi en Ramiro Funes Mori spurði síðan Gylfa á móti út í hluti tengda Argentínu.
Þetta var mjög jöfn keppni. Gylfi byrjaði reyndar mjög vel en gaf svo eftir. Það þurfti síðan að grípa til bráðabana. Gylfi varð að sætta sig við tap en það þýðir bara vonandi að hann fagni þá bara sigri í leiknum.
Það má sjá alla spurningakeppnina hé fyrir neðan.