Þrjár breytingar frá liðinu sem byrjaði alla leikina á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 12:15 Leikmennirnir ellefu sem byrjuðu alla fimm leikina á EM 2016. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Argentínu. Íslenska fótboltalandsliðið mætir til leiks með mjög líkt byrjunarlið og á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það eru þó þrjár breytingar og tveir leikmenn sem byrjuðu alla leikina á EM í Frakklandi þurfa að sætta sig við það að byrja á bekknum í dag. Fyrir tveimur árum varð Ísland fyrsta liðið til að stilla upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum sínum á Evrópumóti. Íslensku byrjunarliðsstrákarnir sluppu bæði við meiðsli og leikbönn og þjálfararnir Heimir og Lars Lagerback voru búnir að finna réttu uppskriftina sem skilaði íslenska liðinu alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Þrír leikmenn úr liðinu sem byrjaði alla leikina á EM eru ekki í fyrsta byrjunarliði íslenska landsliðins á HM. Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jón Daði Böðvarsson. Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur næstum því ekkert spilað á þessum tveimur árum vegna meiðsla og er ekki í hópnum hjá íslenska liðinu á HM. Emil Hallfreðsson kemur inn og Gylfi Þór Sigurðsson færir sig framar á völlinn. Jón Daði Böðvarsson byrjar á bekknum í dag og Alfreð Finnbogason er í framlínunni í hans stað. Ari Freyr Skúlason missti sæti sitt í vinstri bakverðinum til Harðar Björgvins Magnússonar í undankeppni HM og Hörður Björgvin heldur sæti sínu í þessum fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppninni. Leikmennirnir átta sem byrjuðu alla fimm leikina á EM og byrja líka í dag eru: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson.Byrjunarliðið á móti Argentínu í dag: Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon - ekki í byrjunarliðinu á EM Jóhann Berg Guðmundsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson - ekki í byrjunarliðinu á EM Birkir Bjarnason Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason - ekki í byrjunarliðinu á EMByrjunarliðið í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Fleiri fréttir Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Argentínu. Íslenska fótboltalandsliðið mætir til leiks með mjög líkt byrjunarlið og á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það eru þó þrjár breytingar og tveir leikmenn sem byrjuðu alla leikina á EM í Frakklandi þurfa að sætta sig við það að byrja á bekknum í dag. Fyrir tveimur árum varð Ísland fyrsta liðið til að stilla upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum sínum á Evrópumóti. Íslensku byrjunarliðsstrákarnir sluppu bæði við meiðsli og leikbönn og þjálfararnir Heimir og Lars Lagerback voru búnir að finna réttu uppskriftina sem skilaði íslenska liðinu alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Þrír leikmenn úr liðinu sem byrjaði alla leikina á EM eru ekki í fyrsta byrjunarliði íslenska landsliðins á HM. Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jón Daði Böðvarsson. Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur næstum því ekkert spilað á þessum tveimur árum vegna meiðsla og er ekki í hópnum hjá íslenska liðinu á HM. Emil Hallfreðsson kemur inn og Gylfi Þór Sigurðsson færir sig framar á völlinn. Jón Daði Böðvarsson byrjar á bekknum í dag og Alfreð Finnbogason er í framlínunni í hans stað. Ari Freyr Skúlason missti sæti sitt í vinstri bakverðinum til Harðar Björgvins Magnússonar í undankeppni HM og Hörður Björgvin heldur sæti sínu í þessum fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppninni. Leikmennirnir átta sem byrjuðu alla fimm leikina á EM og byrja líka í dag eru: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson.Byrjunarliðið á móti Argentínu í dag: Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon - ekki í byrjunarliðinu á EM Jóhann Berg Guðmundsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson - ekki í byrjunarliðinu á EM Birkir Bjarnason Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason - ekki í byrjunarliðinu á EMByrjunarliðið í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Fleiri fréttir Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira