Alfreð skoraði markið á 23. mínútu í leik Íslands og Argentínu á Spartak-leikvanginum í Moskvu í fyrsta leik liðanna í D-riðli keppninnar. Sergio Agüero hafði komið Argentínumönnum yfir fjórum mínútum áður.
Markið kom af stuttu færi eftir góða sókn Íslands. Gylfi Þór Sigurðsson skaut að marki en boltinn fór af markverði Argentínu, Willy Caballero, og datt beint fyrir fætur Alfreðs sem var yfirvegaður og kláraði færið af öryggi.
Glæsilegt mark sem má sjá á heimasíðu Rúv en hér er fylgst með beinni textalýsingu frá leiknum.

