Aron: Nesi var frábær │Ánægður með formið sem ég er í Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 15:27 Aron Einar og Gylfi Þór Sigurðsson í leikslok Vísir/getty Aron Einar Gunnarsson var ánægður með stigið gegn Argentínu sem og formið sem hann er í, fyrirliðinn spilaði um 75. mínútur í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. „Klassa punktur,“ voru fyrstu orð fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í viðtali við RÚV í beinni útsendingu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik áður en Alfreð Finnbogason jafnaði fjórum mínútum seinna. „Þetta var brekka í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu sækja meira þá. Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik en við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni og vorum of passívir.“ „Nesi [Hannes Þór Halldórsson] var frábær í dag. Þvílík spilamennska hjá Hannesi,“ sagði fyrirliðinn um markvörðinn sem varði meðal annars vítaspyrnu frá Lionel Messi, einum besta leikmanni heims. Aron Einar var að spila sinn fyrsta leik eftir erfið meiðsli. Hann spilaði nær allan leikinn, var skipt út af á 76. mínútu. Hvernig er standið á fyrirliðanum? „Líkaminn er flottur. Lungun tóku smá tíma, var svolítið þurr í munninum fyrstu tíu mínúturnar. Náði að vinna mig hægt og rólega inn í leikinn og er mjög ánægður með hvernig formi ég er í.“ Ísland er komið með eitt stig í D-riðli en næsti leikur er á móti Nígeríu 22. júní. Strákarnir taka tvo daga í endurheimt og fara svo á fulla ferð að undirbúa sig fyrir þann leik. „Þetta setur tóninn en það er stórleikur eftir fimm daga á móti Nígeríu sem við þurfum að fókusa strax á því það er enn mikilvægari leikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var ánægður með stigið gegn Argentínu sem og formið sem hann er í, fyrirliðinn spilaði um 75. mínútur í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. „Klassa punktur,“ voru fyrstu orð fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í viðtali við RÚV í beinni útsendingu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik áður en Alfreð Finnbogason jafnaði fjórum mínútum seinna. „Þetta var brekka í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu sækja meira þá. Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik en við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni og vorum of passívir.“ „Nesi [Hannes Þór Halldórsson] var frábær í dag. Þvílík spilamennska hjá Hannesi,“ sagði fyrirliðinn um markvörðinn sem varði meðal annars vítaspyrnu frá Lionel Messi, einum besta leikmanni heims. Aron Einar var að spila sinn fyrsta leik eftir erfið meiðsli. Hann spilaði nær allan leikinn, var skipt út af á 76. mínútu. Hvernig er standið á fyrirliðanum? „Líkaminn er flottur. Lungun tóku smá tíma, var svolítið þurr í munninum fyrstu tíu mínúturnar. Náði að vinna mig hægt og rólega inn í leikinn og er mjög ánægður með hvernig formi ég er í.“ Ísland er komið með eitt stig í D-riðli en næsti leikur er á móti Nígeríu 22. júní. Strákarnir taka tvo daga í endurheimt og fara svo á fulla ferð að undirbúa sig fyrir þann leik. „Þetta setur tóninn en það er stórleikur eftir fimm daga á móti Nígeríu sem við þurfum að fókusa strax á því það er enn mikilvægari leikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10