Helgi: Ekkert í leik Argentínu sem kom á óvart Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:14 Helgi og Heimir einbeittir fyrir leik í dag Vísir/getty Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart. Starfslið landsliðsins er búið að liggja yfir myndböndum af Argentínumönnum og voru undirbúnir undir allt sem gerðist í leiknum. „Við erum búnir að hræra í þessu alla daga og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum vel undirbúnir og getum sýnt strákunum mikið sem þeir [Argentínumenn] reyndu að gera en gátu ekki gert í leiknum en hafa gert undanfarið,“ sagði Helgi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson úti í Moskvu. „Bara í gær vorum við að skoða trikk frá Messi fyrir utan teiginn, við sýndum strákunum það í morgun og náðum að setja Alfreð á það. Allur þessi undirbúningur gekk upp.“ En hvernig er stemmingin í klefanum eftir þessi frábæru úrslit? „Það eru bara rólegheit og menn eru yfirvegaðir. Frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikurinn.“ „Menn eru gjörsamlega búnir á því eftir leikinn og reyna að ná sér.“ Strákarnir voru mjög jarðbundnir eftir leikinn og rólegir í fögnuði sínum með íslensku stuðningsmönnunum. Helgi sagði það þó ekki vera eitthvað sem þjálfarateymið hafi lagt upp með. „Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta og vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum ekkert að hlaupa húllum hæ, náðum í stig á HM í fyrsta leik sem er frábært en núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik.“ Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fallið til jarðar einn og óáreittur. Það veit oft ekki á gott ef menn meiðast án þess að lenda í samstuði en Helgi gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Hann stífnaði upp ekki í neinni tæklingu svo við þurfum aðeins að skoða þetta. Kemur í ljós eftir tvo daga hvort þetta sé eitthvað sem hafi bara stífnað upp eða eitthvað meira. Við vonum það besta,“ sagði Helgi en Heimir Hallgrímsson staðfesti á blaðamannafundi eftir leikinn að Jóhann væri tognaður í kálfa. Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum þann 22. júní. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart. Starfslið landsliðsins er búið að liggja yfir myndböndum af Argentínumönnum og voru undirbúnir undir allt sem gerðist í leiknum. „Við erum búnir að hræra í þessu alla daga og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum vel undirbúnir og getum sýnt strákunum mikið sem þeir [Argentínumenn] reyndu að gera en gátu ekki gert í leiknum en hafa gert undanfarið,“ sagði Helgi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson úti í Moskvu. „Bara í gær vorum við að skoða trikk frá Messi fyrir utan teiginn, við sýndum strákunum það í morgun og náðum að setja Alfreð á það. Allur þessi undirbúningur gekk upp.“ En hvernig er stemmingin í klefanum eftir þessi frábæru úrslit? „Það eru bara rólegheit og menn eru yfirvegaðir. Frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikurinn.“ „Menn eru gjörsamlega búnir á því eftir leikinn og reyna að ná sér.“ Strákarnir voru mjög jarðbundnir eftir leikinn og rólegir í fögnuði sínum með íslensku stuðningsmönnunum. Helgi sagði það þó ekki vera eitthvað sem þjálfarateymið hafi lagt upp með. „Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta og vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum ekkert að hlaupa húllum hæ, náðum í stig á HM í fyrsta leik sem er frábært en núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik.“ Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fallið til jarðar einn og óáreittur. Það veit oft ekki á gott ef menn meiðast án þess að lenda í samstuði en Helgi gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Hann stífnaði upp ekki í neinni tæklingu svo við þurfum aðeins að skoða þetta. Kemur í ljós eftir tvo daga hvort þetta sé eitthvað sem hafi bara stífnað upp eða eitthvað meira. Við vonum það besta,“ sagði Helgi en Heimir Hallgrímsson staðfesti á blaðamannafundi eftir leikinn að Jóhann væri tognaður í kálfa. Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum þann 22. júní.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10