Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:34 Emil í leiknum í dag vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. „Þetta var æðisleg tilfinning að hafa klárað eitt stig út úr því hvernig staðan var, 1-1 með Messi á vítapunktinum. Frábært hjá Hannesi að verja þetta og mér fannst við hafa átt þetta skilið,“ sagði Emil í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik og Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum seinna. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að koma Íslendingum yfir snemma leiks. „Við gáfum allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur færi og þeir fengu voða lítil svæði. Taktíkin okkar heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ „Í seinni hálfleik var kannski smá þreyta, við vorum búnir að eyða ótrúlegri orku í því að verjast. Vissum að það er kannski svolítið langt í markið, en ég held að leikurinn okkar hafi gengið ágætlega upp.“ Emil var einn af þeim sem stóð upp úr í leiknum og var líklega að eiga einn sinn besta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Hann var þó nokkuð hávær undir hrósi blaðamanna á staðnum. „Mér finnst ég vera búinn að eiga ágætisleiki í riðlakeppninni, en allt í lagi, segjum það bara. Mér fannst ég loka vel á þá, var alltaf með Messi fyrir aftan mig og þurfti alltaf að vera að pæla í honum. Það er svolítið fyndið og smá súrrealískt á milli, en maður gleymir því í hita leiksins.“ „Ég er bara ágætlega sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. „Þetta var æðisleg tilfinning að hafa klárað eitt stig út úr því hvernig staðan var, 1-1 með Messi á vítapunktinum. Frábært hjá Hannesi að verja þetta og mér fannst við hafa átt þetta skilið,“ sagði Emil í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik og Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum seinna. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að koma Íslendingum yfir snemma leiks. „Við gáfum allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur færi og þeir fengu voða lítil svæði. Taktíkin okkar heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ „Í seinni hálfleik var kannski smá þreyta, við vorum búnir að eyða ótrúlegri orku í því að verjast. Vissum að það er kannski svolítið langt í markið, en ég held að leikurinn okkar hafi gengið ágætlega upp.“ Emil var einn af þeim sem stóð upp úr í leiknum og var líklega að eiga einn sinn besta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Hann var þó nokkuð hávær undir hrósi blaðamanna á staðnum. „Mér finnst ég vera búinn að eiga ágætisleiki í riðlakeppninni, en allt í lagi, segjum það bara. Mér fannst ég loka vel á þá, var alltaf með Messi fyrir aftan mig og þurfti alltaf að vera að pæla í honum. Það er svolítið fyndið og smá súrrealískt á milli, en maður gleymir því í hita leiksins.“ „Ég er bara ágætlega sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10