Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:34 Emil í leiknum í dag vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. „Þetta var æðisleg tilfinning að hafa klárað eitt stig út úr því hvernig staðan var, 1-1 með Messi á vítapunktinum. Frábært hjá Hannesi að verja þetta og mér fannst við hafa átt þetta skilið,“ sagði Emil í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik og Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum seinna. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að koma Íslendingum yfir snemma leiks. „Við gáfum allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur færi og þeir fengu voða lítil svæði. Taktíkin okkar heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ „Í seinni hálfleik var kannski smá þreyta, við vorum búnir að eyða ótrúlegri orku í því að verjast. Vissum að það er kannski svolítið langt í markið, en ég held að leikurinn okkar hafi gengið ágætlega upp.“ Emil var einn af þeim sem stóð upp úr í leiknum og var líklega að eiga einn sinn besta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Hann var þó nokkuð hávær undir hrósi blaðamanna á staðnum. „Mér finnst ég vera búinn að eiga ágætisleiki í riðlakeppninni, en allt í lagi, segjum það bara. Mér fannst ég loka vel á þá, var alltaf með Messi fyrir aftan mig og þurfti alltaf að vera að pæla í honum. Það er svolítið fyndið og smá súrrealískt á milli, en maður gleymir því í hita leiksins.“ „Ég er bara ágætlega sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. „Þetta var æðisleg tilfinning að hafa klárað eitt stig út úr því hvernig staðan var, 1-1 með Messi á vítapunktinum. Frábært hjá Hannesi að verja þetta og mér fannst við hafa átt þetta skilið,“ sagði Emil í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik og Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn aðeins fjórum mínútum seinna. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að koma Íslendingum yfir snemma leiks. „Við gáfum allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur færi og þeir fengu voða lítil svæði. Taktíkin okkar heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ „Í seinni hálfleik var kannski smá þreyta, við vorum búnir að eyða ótrúlegri orku í því að verjast. Vissum að það er kannski svolítið langt í markið, en ég held að leikurinn okkar hafi gengið ágætlega upp.“ Emil var einn af þeim sem stóð upp úr í leiknum og var líklega að eiga einn sinn besta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Hann var þó nokkuð hávær undir hrósi blaðamanna á staðnum. „Mér finnst ég vera búinn að eiga ágætisleiki í riðlakeppninni, en allt í lagi, segjum það bara. Mér fannst ég loka vel á þá, var alltaf með Messi fyrir aftan mig og þurfti alltaf að vera að pæla í honum. Það er svolítið fyndið og smá súrrealískt á milli, en maður gleymir því í hita leiksins.“ „Ég er bara ágætlega sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu. 16. júní 2018 13:41
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10