Rússíbanareið á þriðja hring Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:55 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að spila þokkalega í Michigan vísir/Getty Þriðji hringur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á Meijer Classic mótinu í golfi var mikil rússíbanareið en hún fékk sex fugla í dag. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn eftir glæsilegan endasprett í gær þar sem hún fékk örn og fugl á síðustu þremur holunum og var á þremur höggum undir pari þegar hún kom í hús. Í dag byrjaði Ólafía á fugli strax á fyrstu holu. Hún fékk svo fimm pör í röð áður en tveir fuglar bættust í hópin og íþróttamaður ársins 2017 komin í frábæra stöðu á sex höggum undir pari. Þá fór hins vegar að halla undan fæti og komu fjórir skollar á næstu fimm holum. Endaspretturinn bjargaði hins vegar deginum, fuglar á 15., 16. og 18. braut sáu til þess að hún endaði daginn á tveimur höggum undir pari og samtals á fimm höggum undir pari. Ólafía var með þeim fyrstu til að fara út á völlinn í dag og er sem stendur þegar þessi frétt er skrifuð jöfn í 49. - 61. sæti. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:30 á Stöð 2 Sport 4 en mikil spenna er í toppbaráttunni þar sem aðeins tvö högg skilja á milli efstu fimm kylfinganna. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þriðji hringur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á Meijer Classic mótinu í golfi var mikil rússíbanareið en hún fékk sex fugla í dag. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn eftir glæsilegan endasprett í gær þar sem hún fékk örn og fugl á síðustu þremur holunum og var á þremur höggum undir pari þegar hún kom í hús. Í dag byrjaði Ólafía á fugli strax á fyrstu holu. Hún fékk svo fimm pör í röð áður en tveir fuglar bættust í hópin og íþróttamaður ársins 2017 komin í frábæra stöðu á sex höggum undir pari. Þá fór hins vegar að halla undan fæti og komu fjórir skollar á næstu fimm holum. Endaspretturinn bjargaði hins vegar deginum, fuglar á 15., 16. og 18. braut sáu til þess að hún endaði daginn á tveimur höggum undir pari og samtals á fimm höggum undir pari. Ólafía var með þeim fyrstu til að fara út á völlinn í dag og er sem stendur þegar þessi frétt er skrifuð jöfn í 49. - 61. sæti. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:30 á Stöð 2 Sport 4 en mikil spenna er í toppbaráttunni þar sem aðeins tvö högg skilja á milli efstu fimm kylfinganna.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira