Rússíbanareið á þriðja hring Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:55 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að spila þokkalega í Michigan vísir/Getty Þriðji hringur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á Meijer Classic mótinu í golfi var mikil rússíbanareið en hún fékk sex fugla í dag. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn eftir glæsilegan endasprett í gær þar sem hún fékk örn og fugl á síðustu þremur holunum og var á þremur höggum undir pari þegar hún kom í hús. Í dag byrjaði Ólafía á fugli strax á fyrstu holu. Hún fékk svo fimm pör í röð áður en tveir fuglar bættust í hópin og íþróttamaður ársins 2017 komin í frábæra stöðu á sex höggum undir pari. Þá fór hins vegar að halla undan fæti og komu fjórir skollar á næstu fimm holum. Endaspretturinn bjargaði hins vegar deginum, fuglar á 15., 16. og 18. braut sáu til þess að hún endaði daginn á tveimur höggum undir pari og samtals á fimm höggum undir pari. Ólafía var með þeim fyrstu til að fara út á völlinn í dag og er sem stendur þegar þessi frétt er skrifuð jöfn í 49. - 61. sæti. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:30 á Stöð 2 Sport 4 en mikil spenna er í toppbaráttunni þar sem aðeins tvö högg skilja á milli efstu fimm kylfinganna. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þriðji hringur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á Meijer Classic mótinu í golfi var mikil rússíbanareið en hún fékk sex fugla í dag. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn eftir glæsilegan endasprett í gær þar sem hún fékk örn og fugl á síðustu þremur holunum og var á þremur höggum undir pari þegar hún kom í hús. Í dag byrjaði Ólafía á fugli strax á fyrstu holu. Hún fékk svo fimm pör í röð áður en tveir fuglar bættust í hópin og íþróttamaður ársins 2017 komin í frábæra stöðu á sex höggum undir pari. Þá fór hins vegar að halla undan fæti og komu fjórir skollar á næstu fimm holum. Endaspretturinn bjargaði hins vegar deginum, fuglar á 15., 16. og 18. braut sáu til þess að hún endaði daginn á tveimur höggum undir pari og samtals á fimm höggum undir pari. Ólafía var með þeim fyrstu til að fara út á völlinn í dag og er sem stendur þegar þessi frétt er skrifuð jöfn í 49. - 61. sæti. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:30 á Stöð 2 Sport 4 en mikil spenna er í toppbaráttunni þar sem aðeins tvö högg skilja á milli efstu fimm kylfinganna.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira