Clattenburg og Neville gagnrýna VAR: Ekki víti á Hörð en átti að vera víti á Birki Má Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 21:30 Hörður Björgvin og Meza í teignum Vísir/getty Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum? HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum?
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00