Helgi: Ég er viss um að við getum gert betur Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eiga enn þá meira inni að mati Helga Kolviðssonar. vísir/vilhelm Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var eðlilega sáttur með framlag strákanna okkar á móti Argentínu í fyrradag þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Það sem að þjálfarateymið lagði upp með gekk nánast fullkomlega upp í leiknum eins og sást og það voru þjálfararnir ánægðir með. „Þetta var skemmtilegt. Við vorum búnir að liggja lengi og mikið yfir þessu. Það var fullt af atriðum sem þeir vildu gera sem að við náðum að stöðva í fæðingu. Það sést kannski ekki fyrir þá sem eru utanaðkomandi hvað þeir voru að reyna eins og í föstum leikatriðum,“ segir Helgi. Íslenska liðið hefur spilað marga frábæra leiki og náð ótrúlegum úrslitum undanfarin ár. Jafnteflið á móti tvöföldum heimsmeisturum Argentínu er því ekkert endilega það sem kemst efst á listann.Helgi Kolviðsson vill gera enn betur.Vísir/Vilhelm„Nei, ég ekkert alveg á því. Við getum gert betur, ég er alveg viss um það. Þegar að við komum frá Frakklandi voru margir hlutir sem við vildum bæta og ég held að við gert það eins og í undankeppninni fyrir HM,“ segir Helgi. „Þar fórum við að bæta marga hluti. Við héldum boltanum betur og vorum að spila meira og lengur. Við tókum þetta skref fyrir skref. Það var stress í öllum í þessum fyrsta leik en það er fullt í okkar leik sem ég veit að við getum bætt.“ Þegar að Helgi ræddi við íslenska fjölmiðla á æfingu liðsins í gær var formlegur undirbúningur fyrir leikinn á móti Nígeríu ekki hafinn. „Ég var að horfa á okkar leik í flugvélinni í gær [fyrradag]. Við ætlum svo að fara yfir hann í kvöld [gærkvöld]. Þetta er 24 tíma vinnuregla. Við klárum þann leik fyrst og á morgun byrjar undirbúningurinn fyrir Nígeríu,“ segir Helgi Kolviðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Yfirnjósnari íslenska landsliðsins í fótbolta segir ólýsanlega tilfinningu að sjá leikáætlunina ganga svona upp. 18. júní 2018 09:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var eðlilega sáttur með framlag strákanna okkar á móti Argentínu í fyrradag þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Það sem að þjálfarateymið lagði upp með gekk nánast fullkomlega upp í leiknum eins og sást og það voru þjálfararnir ánægðir með. „Þetta var skemmtilegt. Við vorum búnir að liggja lengi og mikið yfir þessu. Það var fullt af atriðum sem þeir vildu gera sem að við náðum að stöðva í fæðingu. Það sést kannski ekki fyrir þá sem eru utanaðkomandi hvað þeir voru að reyna eins og í föstum leikatriðum,“ segir Helgi. Íslenska liðið hefur spilað marga frábæra leiki og náð ótrúlegum úrslitum undanfarin ár. Jafnteflið á móti tvöföldum heimsmeisturum Argentínu er því ekkert endilega það sem kemst efst á listann.Helgi Kolviðsson vill gera enn betur.Vísir/Vilhelm„Nei, ég ekkert alveg á því. Við getum gert betur, ég er alveg viss um það. Þegar að við komum frá Frakklandi voru margir hlutir sem við vildum bæta og ég held að við gert það eins og í undankeppninni fyrir HM,“ segir Helgi. „Þar fórum við að bæta marga hluti. Við héldum boltanum betur og vorum að spila meira og lengur. Við tókum þetta skref fyrir skref. Það var stress í öllum í þessum fyrsta leik en það er fullt í okkar leik sem ég veit að við getum bætt.“ Þegar að Helgi ræddi við íslenska fjölmiðla á æfingu liðsins í gær var formlegur undirbúningur fyrir leikinn á móti Nígeríu ekki hafinn. „Ég var að horfa á okkar leik í flugvélinni í gær [fyrradag]. Við ætlum svo að fara yfir hann í kvöld [gærkvöld]. Þetta er 24 tíma vinnuregla. Við klárum þann leik fyrst og á morgun byrjar undirbúningurinn fyrir Nígeríu,“ segir Helgi Kolviðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Yfirnjósnari íslenska landsliðsins í fótbolta segir ólýsanlega tilfinningu að sjá leikáætlunina ganga svona upp. 18. júní 2018 09:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00
Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Yfirnjósnari íslenska landsliðsins í fótbolta segir ólýsanlega tilfinningu að sjá leikáætlunina ganga svona upp. 18. júní 2018 09:00