Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 14:48 Maradona var brattur í upphafi leiks. Vísir/Getty Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. Hann segir að haldi argentíska liðið áfram að spila eins og gegn Íslandi geti Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu. Maradona var staddur á leiknum í gær en hann er sérfræðingur á vegum sjónvarpsstöðva frá Ítalíu og Venesúela á meðan mótinu stendur. Argentískir fjölmiðlar hafa margir hverjir gert sér mat úr ummælum Maradona í sjónvarpi eftir leikinn þar sem segja má að hann hafi gagnrýnt þjálfarann harkalega. „Við gátum ekki leyst vandamálin sem Ísland færði okkur. Við erum að tala um Ísland, þjóð með 350-400 þúsund íbúa,“ sagði Maradona sem hafði ekkert slæmt að segja um Ísland. „Ísland spilaði eins og það spilaði og það þýðir ekkert að tala um það að þeir dekkuðu Messi með fjórum leikmönnum eða það að þeir leystu varnarleikinn vel. Vandamálið er að Argentína vissi ekki hvernig það átti að sækja á markið. Gleymum Íslandi og einbeitum okkur að Argentínu, sem gat ekki leyst úr leik Íslands,“ sagði Maradona.Strákarnir börðust eins og ljón í gær.Vísir/Vilhelm.Undirbúningur Sampaoli og argentínska liðsins hefur verið til umræðu eftir leikinn. Þjálfarinn tilkynnti um byrjunarlið sitt löngu fyrir leik, liðið æfði ekki á vellinum í aðdraganda leiksins og hitaði aðeins stuttlega upp fyrir leikinn sjálfan, í það minnst á vellinum sjálfum. Gagnrýndi Maradona Sampaoli harðlega fyrir skort á undirbúningi gegn íslenska liðinu. „Ef Argentína spilar svona þá getur Sampaoli ekki komið heim til Argentínu. Það er skömm að hafa ekki undirbúið liðið betur vitandi það til dæmis að íslenska liðið er 1.90 sentimetrar að hæð að meðaltali en samt settum við öll hornin inn í teig í staðin fyrir að taka þau stutt,“ sagði Maradona.Stendur í ströngu Goðsögnin hefur reyndar staðið í ströngu eftir leikinn en hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma á leiknum. Er hann sagður hafa gert sig skáeygðan eftir að suður-kóreskir stuðningsmenn kölluðu til hans á leiknum í Moskvu í gær. Maradona þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað og segir aðeins hafa verið að heilsa hópnum. Þá hefur Maradona beðist afsökunar á því að hafa reykt vindil á leiknum en slíkt er stranglega bannað samkvæmt reglum FIFA. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. Hann segir að haldi argentíska liðið áfram að spila eins og gegn Íslandi geti Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu. Maradona var staddur á leiknum í gær en hann er sérfræðingur á vegum sjónvarpsstöðva frá Ítalíu og Venesúela á meðan mótinu stendur. Argentískir fjölmiðlar hafa margir hverjir gert sér mat úr ummælum Maradona í sjónvarpi eftir leikinn þar sem segja má að hann hafi gagnrýnt þjálfarann harkalega. „Við gátum ekki leyst vandamálin sem Ísland færði okkur. Við erum að tala um Ísland, þjóð með 350-400 þúsund íbúa,“ sagði Maradona sem hafði ekkert slæmt að segja um Ísland. „Ísland spilaði eins og það spilaði og það þýðir ekkert að tala um það að þeir dekkuðu Messi með fjórum leikmönnum eða það að þeir leystu varnarleikinn vel. Vandamálið er að Argentína vissi ekki hvernig það átti að sækja á markið. Gleymum Íslandi og einbeitum okkur að Argentínu, sem gat ekki leyst úr leik Íslands,“ sagði Maradona.Strákarnir börðust eins og ljón í gær.Vísir/Vilhelm.Undirbúningur Sampaoli og argentínska liðsins hefur verið til umræðu eftir leikinn. Þjálfarinn tilkynnti um byrjunarlið sitt löngu fyrir leik, liðið æfði ekki á vellinum í aðdraganda leiksins og hitaði aðeins stuttlega upp fyrir leikinn sjálfan, í það minnst á vellinum sjálfum. Gagnrýndi Maradona Sampaoli harðlega fyrir skort á undirbúningi gegn íslenska liðinu. „Ef Argentína spilar svona þá getur Sampaoli ekki komið heim til Argentínu. Það er skömm að hafa ekki undirbúið liðið betur vitandi það til dæmis að íslenska liðið er 1.90 sentimetrar að hæð að meðaltali en samt settum við öll hornin inn í teig í staðin fyrir að taka þau stutt,“ sagði Maradona.Stendur í ströngu Goðsögnin hefur reyndar staðið í ströngu eftir leikinn en hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma á leiknum. Er hann sagður hafa gert sig skáeygðan eftir að suður-kóreskir stuðningsmenn kölluðu til hans á leiknum í Moskvu í gær. Maradona þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað og segir aðeins hafa verið að heilsa hópnum. Þá hefur Maradona beðist afsökunar á því að hafa reykt vindil á leiknum en slíkt er stranglega bannað samkvæmt reglum FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30