Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2018 07:00 Samtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. Fréttablaðið/Ernir Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er sú grein hagkerfisins sem vex hraðast um þessar mundir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Er þar bæði horft til fárfestingar í hagkerfinu og fjölgunar starfa. Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 12. júní voru að meðaltali í hagkerfinu öllu 7.200 fleiri nýir launþegar á vinnumarkaði á fyrsta fjórðungi ársins en á sama ársfjórðungi í fyrra. Tæplega 1.600 þessara nýju starfa voru í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. Merkir þetta að um 22 prósent allra nýrra starfa sem sköpuðust í hagkerfinu á tímabilinu eru í þessari grein. Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma fjölgaði launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14 prósent. Þá sýna tölur Hagstofunnar líka að fjárfesting jókst í hagkerfinu um 11,6 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra. Vöxtinn má að mestu rekja til íbúðafjárfestinga sem jukust um 38 prósent sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1 prósent og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2 prósent.Ingólfur BenderSamtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. „Í fjölda íbúða er fjölgunin mest í Reykjavík en í könnun sem við gerðum fyrir skömmu kemur fram að prósentulega er vöxturinn mestur í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hann er svolítið að færast út í jaðarinn og það kann að vera vegna þess að framboð á íbúðum hefur verið takmarkað hér og hefur verið að aukast þar og verðþróunin hefur verið með þeim hætti að munurinn á verði í 101 og á jaðarsvæðum hefur verið mikill,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur segist telja að vel flestar þessara íbúða séu ætlaðar fyrir almennan markað. „Langmest er þetta fjölbýli og afskaplega lítið byggt af einbýli,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er sú grein hagkerfisins sem vex hraðast um þessar mundir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Er þar bæði horft til fárfestingar í hagkerfinu og fjölgunar starfa. Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 12. júní voru að meðaltali í hagkerfinu öllu 7.200 fleiri nýir launþegar á vinnumarkaði á fyrsta fjórðungi ársins en á sama ársfjórðungi í fyrra. Tæplega 1.600 þessara nýju starfa voru í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. Merkir þetta að um 22 prósent allra nýrra starfa sem sköpuðust í hagkerfinu á tímabilinu eru í þessari grein. Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma fjölgaði launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14 prósent. Þá sýna tölur Hagstofunnar líka að fjárfesting jókst í hagkerfinu um 11,6 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra. Vöxtinn má að mestu rekja til íbúðafjárfestinga sem jukust um 38 prósent sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1 prósent og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2 prósent.Ingólfur BenderSamtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. „Í fjölda íbúða er fjölgunin mest í Reykjavík en í könnun sem við gerðum fyrir skömmu kemur fram að prósentulega er vöxturinn mestur í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hann er svolítið að færast út í jaðarinn og það kann að vera vegna þess að framboð á íbúðum hefur verið takmarkað hér og hefur verið að aukast þar og verðþróunin hefur verið með þeim hætti að munurinn á verði í 101 og á jaðarsvæðum hefur verið mikill,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur segist telja að vel flestar þessara íbúða séu ætlaðar fyrir almennan markað. „Langmest er þetta fjölbýli og afskaplega lítið byggt af einbýli,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08
Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54