Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 08:11 Vasilij er umdeildur í heimalandinu Rússneski sparkspekingurinn Vasilij Utkin, sem samkvæmt Wikipedia síðu sinni er þekktur fyrir hneykslanlega hegðun og staðreyndavillur, vandar Íslendingum og íslenskri knattspyrnu ekki kveðjurnar í nýju myndbandi. Utkin er meðal annars stjórnandi sjónvarpsþátta um fótbolta og einn af eigendum vefsíðunnar sports.ru sem er rússnesk íþróttasíða eins og glöggir lesendur kunna að hafa getið sér til.Í myndbandinu um Ísland segir Utkin að það virðist vera yfirlýst markmið íslenska landsliðsins á HM að koma í veg fyrir að hin liðin geti leikið almennilega knattspyrnu. Það sé engin önnur hugsun á bak við leik íslenska liðsins.Utkin rekur þetta meðal annars til þess að Íslendingar séu afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir á tímum víkinga og hafi þurft að flýja undan sér sterkara fólki til afksekktrar eyju þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. Segist Utkin ekki skilja hvers vegna svo margir dáist að íslenska liðinu. Því fyrr sem Íslendingarnir láti sig hverfa af mótinu, aftur heim á vit sinna elskuðu eldfjalla, því betra. Þess má geta að Vasilij Utkin komst síðast í heimspressuna árið 2016 þegar hann afrekaði það að vera settur í ótímabundið leyfi sem leiklýsandi fyrir að sofna í miðjum leik Barcelona og Bayer Leverkusen. Hann bar því við að þjást af svefnsýki. Fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sagðist hann hafa tekið fyrsta boði sem hann fékk til að lýsa leikjum og gaf launin til góðgerðarmála. Þá hefur Utkin ítrekað komist í hann krappann fyrir ummæli sín um kollega og fólk í rússneska íþróttaheiminum. Það má ekki heldur gleyma þessu skemmtiatriði sem kom honum aftur í heimspressuna um skamma hríð. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Rússneski sparkspekingurinn Vasilij Utkin, sem samkvæmt Wikipedia síðu sinni er þekktur fyrir hneykslanlega hegðun og staðreyndavillur, vandar Íslendingum og íslenskri knattspyrnu ekki kveðjurnar í nýju myndbandi. Utkin er meðal annars stjórnandi sjónvarpsþátta um fótbolta og einn af eigendum vefsíðunnar sports.ru sem er rússnesk íþróttasíða eins og glöggir lesendur kunna að hafa getið sér til.Í myndbandinu um Ísland segir Utkin að það virðist vera yfirlýst markmið íslenska landsliðsins á HM að koma í veg fyrir að hin liðin geti leikið almennilega knattspyrnu. Það sé engin önnur hugsun á bak við leik íslenska liðsins.Utkin rekur þetta meðal annars til þess að Íslendingar séu afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir á tímum víkinga og hafi þurft að flýja undan sér sterkara fólki til afksekktrar eyju þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. Segist Utkin ekki skilja hvers vegna svo margir dáist að íslenska liðinu. Því fyrr sem Íslendingarnir láti sig hverfa af mótinu, aftur heim á vit sinna elskuðu eldfjalla, því betra. Þess má geta að Vasilij Utkin komst síðast í heimspressuna árið 2016 þegar hann afrekaði það að vera settur í ótímabundið leyfi sem leiklýsandi fyrir að sofna í miðjum leik Barcelona og Bayer Leverkusen. Hann bar því við að þjást af svefnsýki. Fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sagðist hann hafa tekið fyrsta boði sem hann fékk til að lýsa leikjum og gaf launin til góðgerðarmála. Þá hefur Utkin ítrekað komist í hann krappann fyrir ummæli sín um kollega og fólk í rússneska íþróttaheiminum. Það má ekki heldur gleyma þessu skemmtiatriði sem kom honum aftur í heimspressuna um skamma hríð.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15
Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15