Helgi: Við getum unnið alla Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 20:45 Samvinna íslensku þjálfaranna á HM í Rússlandi er til mikillar fyrirmyndar. Þeir vinna vel saman og greinilegt er að það hefur skilað árangri hingað til að minnsta kosti. Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins segir þetta um næstu mótherja okkar, Nígeríu. „Þeir spila öðruvísi. Í æfingaleiknum við Gana sáum við margt svipað og hjá Nígeríu. Það sem við vitum að leikmennirnir eru gríðarlega fljótir og góðir í skyndisóknum. Það gæti því orðið miklu hættulegra ef við töpum boltanum á móti þeim. Týpurnar af leikmönnum, þeir fara mikið einn á einn og stundum erfitt að reikna þá út," sagði Helgi. „Maður veit svona þokkalega skipulagið hjá Argentínu. Þegar Messi fær boltann þá veit maður hvað kemur næst, hvaða hlaup hann tekur og hvern á þá að passa. Gegn Nígeríu ertu ekki alveg viss. Þeir eru óútreiknanlegir og eru gríðarlega hættulegir í þessum hlutum líka.“ Það er vinnuregla hjá landsliðinu eftir leik á stórmóti að eyða 24 tímum í að gera upp leikinn sem liðið var að spila áður en menn einbeita sér að næsta mótherja.Miðað við ykkar undirbúning og plön eru líkur á því að þið breytið byrjunarliðinu frá Argentínuleiknum? „Það er alveg möguleiki. Við vorum búnir að tala um það fyrirfram hvað myndi henta betur á móti þessum andstæðingi. Erum búnir að spá í það líka, það geta orðið breytingar. Alveg klárlega.“Þú hefur fulla trú á því að íslenska liðið hafi getu til að vinna Nígeríu? „Við getum unnið alla. Það er bara þannig. Við trúum alltaf á sjálfa okkur sama hver andstæðingurinn er. Við erum ekkert að fara að vanmeta Nígeríu. Við vitum að lið þeirra er gríðarlega sterkt. Þeir komust líka hingað þannig að þetta verður erfiður leikur eins og allir, þegar þú ert kominn í lokakeppni HM,“ segir Helgi. Íslenska liðið þurfi að eiga góðan leik og spila upp á sinn styrkleika. „Það voru margir hlutir í leiknum gegn Argentínu, sem er vanalega okkar styrkur, en kom ekki mikið út úr. Það er alltaf hægt að gera betur og það er okkar að reyna að gera það núna. Þetta verður alls ekki auðveldur leikur“, segir Helgi Kolviðsson brosmildi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Samvinna íslensku þjálfaranna á HM í Rússlandi er til mikillar fyrirmyndar. Þeir vinna vel saman og greinilegt er að það hefur skilað árangri hingað til að minnsta kosti. Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins segir þetta um næstu mótherja okkar, Nígeríu. „Þeir spila öðruvísi. Í æfingaleiknum við Gana sáum við margt svipað og hjá Nígeríu. Það sem við vitum að leikmennirnir eru gríðarlega fljótir og góðir í skyndisóknum. Það gæti því orðið miklu hættulegra ef við töpum boltanum á móti þeim. Týpurnar af leikmönnum, þeir fara mikið einn á einn og stundum erfitt að reikna þá út," sagði Helgi. „Maður veit svona þokkalega skipulagið hjá Argentínu. Þegar Messi fær boltann þá veit maður hvað kemur næst, hvaða hlaup hann tekur og hvern á þá að passa. Gegn Nígeríu ertu ekki alveg viss. Þeir eru óútreiknanlegir og eru gríðarlega hættulegir í þessum hlutum líka.“ Það er vinnuregla hjá landsliðinu eftir leik á stórmóti að eyða 24 tímum í að gera upp leikinn sem liðið var að spila áður en menn einbeita sér að næsta mótherja.Miðað við ykkar undirbúning og plön eru líkur á því að þið breytið byrjunarliðinu frá Argentínuleiknum? „Það er alveg möguleiki. Við vorum búnir að tala um það fyrirfram hvað myndi henta betur á móti þessum andstæðingi. Erum búnir að spá í það líka, það geta orðið breytingar. Alveg klárlega.“Þú hefur fulla trú á því að íslenska liðið hafi getu til að vinna Nígeríu? „Við getum unnið alla. Það er bara þannig. Við trúum alltaf á sjálfa okkur sama hver andstæðingurinn er. Við erum ekkert að fara að vanmeta Nígeríu. Við vitum að lið þeirra er gríðarlega sterkt. Þeir komust líka hingað þannig að þetta verður erfiður leikur eins og allir, þegar þú ert kominn í lokakeppni HM,“ segir Helgi. Íslenska liðið þurfi að eiga góðan leik og spila upp á sinn styrkleika. „Það voru margir hlutir í leiknum gegn Argentínu, sem er vanalega okkar styrkur, en kom ekki mikið út úr. Það er alltaf hægt að gera betur og það er okkar að reyna að gera það núna. Þetta verður alls ekki auðveldur leikur“, segir Helgi Kolviðsson brosmildi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira