Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júní 2018 07:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir situr sinn fyrsta fund í borgarstjórn í dag. Fréttablaðið/Stefán Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölda tillagna á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar sem fer fram klukkan 14 í dag. Meðal þess sem Sanna leggur til er að framkvæmd verði könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarin ár hafi einkafyrirtæki nýtt sér starfsmannaleigur og verktakasamninga til að skerða rétt launafólks, færa það frá þeim réttindum sem hinn hefðbundni vinnumarkaður tryggir og út í óvissu tímabundinna verktakasamninga. Einnig verða á fundinum teknar fyrir nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um stofnun borgarasamtaka, þar á meðal stofnun félags strætófarþega, stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs og félags leigjenda hjá Félagsbústöðum. Í greinargerð með síðastnefndu tillögunni segir að leigjendur Félagsbústaða búi við mikið valdaleysi og eigi erfitt með að hafa áhrif á þjónustu félagsins. Með því að stuðla að stofnun félags leigjenda og tryggja leigjendum áheyrnarrétt hjá stjórn Félagsbústaða megi auka vald þeirra hjá Félagsbústöðum. Mjög sambærileg rök eru í greinargerð með tillögu flokksins um félag strætófarþega. Auk sjö tillagna fulltrúa Sósíalistaflokksins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sínar um aðgerðir í húsnæðismálum sem varða meðal annars byggingalóðir í Örfirisey, á BSÍ-reitnum, Keldum og í Úlfarsárdal. Nýr borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að fram fari rekstrarúttekt og verður tekin afstaða til þeirrar tillögu á fundinum í dag. Þá leggur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fram tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds en ein tillagna Sósíalistaflokksins varðar einmitt sama mál. Búast má við löngum fundi í borgarstjórn í dag enda 54 dagskrárliðir. Flestir þeirra eru kosning fulltrúa í nefndir og ráð borgarinnar auk fulltrúa í tíu hverfisráð sem starfa í hverfum borgarinnar. Þá verður kosið í stjórnir fyrirtækja í eigu borgarinnar: kjósa þarf fimm menn í stjórn Orkuveitunnar og jafn marga í stjórn Faxaflóahafna. Þrír verða kosnir í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þá kýs Reykjavíkurborg einn fulltrúa í stjórn Sorpu og annan í stjórn Strætó en fyrirtækin eru bæði rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölda tillagna á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar sem fer fram klukkan 14 í dag. Meðal þess sem Sanna leggur til er að framkvæmd verði könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarin ár hafi einkafyrirtæki nýtt sér starfsmannaleigur og verktakasamninga til að skerða rétt launafólks, færa það frá þeim réttindum sem hinn hefðbundni vinnumarkaður tryggir og út í óvissu tímabundinna verktakasamninga. Einnig verða á fundinum teknar fyrir nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um stofnun borgarasamtaka, þar á meðal stofnun félags strætófarþega, stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs og félags leigjenda hjá Félagsbústöðum. Í greinargerð með síðastnefndu tillögunni segir að leigjendur Félagsbústaða búi við mikið valdaleysi og eigi erfitt með að hafa áhrif á þjónustu félagsins. Með því að stuðla að stofnun félags leigjenda og tryggja leigjendum áheyrnarrétt hjá stjórn Félagsbústaða megi auka vald þeirra hjá Félagsbústöðum. Mjög sambærileg rök eru í greinargerð með tillögu flokksins um félag strætófarþega. Auk sjö tillagna fulltrúa Sósíalistaflokksins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sínar um aðgerðir í húsnæðismálum sem varða meðal annars byggingalóðir í Örfirisey, á BSÍ-reitnum, Keldum og í Úlfarsárdal. Nýr borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að fram fari rekstrarúttekt og verður tekin afstaða til þeirrar tillögu á fundinum í dag. Þá leggur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fram tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds en ein tillagna Sósíalistaflokksins varðar einmitt sama mál. Búast má við löngum fundi í borgarstjórn í dag enda 54 dagskrárliðir. Flestir þeirra eru kosning fulltrúa í nefndir og ráð borgarinnar auk fulltrúa í tíu hverfisráð sem starfa í hverfum borgarinnar. Þá verður kosið í stjórnir fyrirtækja í eigu borgarinnar: kjósa þarf fimm menn í stjórn Orkuveitunnar og jafn marga í stjórn Faxaflóahafna. Þrír verða kosnir í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þá kýs Reykjavíkurborg einn fulltrúa í stjórn Sorpu og annan í stjórn Strætó en fyrirtækin eru bæði rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57
Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37