Aron Einar grét fyrir stóru stundina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 13:30 Aron Einar Gunnarsson rúllaði þessum vini sínum út á iðagrænt grasið á Spartak-leikvanginum í einum athyglisverðasta leiknum á HM í Rússlandi. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilaði 75 mínútur gegn Argentínu. Þetta var hans fyrsti leikur síðan í b-deildinni á Englandi með Cardiff í lok apríl. Aron sjálfur og þjóðin voru lengi í vafa um hvort hann yrði klár í leikinn. Hann átti flottan leik eins og allt íslenska liðið. „Það var sérstök stund fyrir sjálfan mig að ná þessum Argentínuleik. Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl,“ sagði Aron í viðtail í Akraborginni á X-inu 977. Aron tók því rólega á opinni æfingu landsliðsins laugardaginn 10. júní. Eftir það sá enginn hann æfa en Heimir Hallgrímsson sagði alltaf að Aron yrði klár og myndi spila. „Þetta er búið að vera mikil vinna síðustu fimm vikur. Virkilega góð tilfinning að ná þessu eftir allt sem hefur gengið á. Er ég að fara að ná HM eða ekki? Mann hefur alltaf dreymt um að spila á HM.“Landsliðsfyrirliðarnir eigast við á Spartak-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/VilhelmViss um að spila við lendingu Aron var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Argentínu en fannst liðið falla of langt niður á völlinn í síðari hálfleik. Hver sókn Argentínu á fætur annarri dundi á okkar mönnum. „Þetta minnti mann smá á Austurríkisleikinn, hvers langt niður við droppuðum,“ segir Aron og á við 2-1 sigur Íslands í París á EM fyrir tveimur árum. Austurríkismenn þurftu mark og Íslendingar voru í nauðvörn. En úr skyndisókn kom sigurmark Íslands og sæti í 16-liða úrslitunum var gulltryggt. Aron segist hafa verið fullviss um að hann næði leiknum þegar flugvél landsliðsins lenti í Rússlandi þann 9. júní, sléttri viku fyrir leik. „Þá leið mér betur, búinn að vinna mikið með sjúkraþjálfurunum og gekk bara vel. Svo þegar við vorum komnir hingað, ég tók þessa rólegu æfingu eftir flugið, þá leið mér eins og ég væri mættur. Fékk second wind sem keyrði mig í leikinn,“ segir Aron. Fimm vikna endurhæfing að baki sem virðist hafa verið lögð hárrétt upp. „Þetta var mikil vinna. Þetta var alltaf að fara að vera blóð, sviti og tár en ég var staðráðinn í að ná þessu. Bara sett full steam ahead,“ segir fyrirliðinn. Hausinn og adrenalínið á Spartak-leikvanginum hafi komið honum í gegnum Argentínuleikinn.Aron og Messi fara yfir málin með pólska dómaranum fyrir leik. Aron lét það alveg vera að biðja um treyju Messi eftir leik, sú fór til Birkis Bjarnasonar.Vísir/VilhelmAftur stærsti leikur sögunnar Þjóðinni líður eins og Ísland hafi unnið frækinn sigur á Argentínu þótt niðurstaðan hafi verið að stigununum var skipt jafnt á milli liðanna. Eitt stig, ekki þrjú. Aron Einar segir liðið komið niður á jörðina. „Já, það var gert strax eftir leik. Við áttum okkur á því. Þetta var gott stig og setur klárlega standardinn,“ segir Aron Einar. Líkt og eftir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, lið sem átti eftir að fara alla leið í keppninni. Strákarnir fá góða pásu milli fyrsta og annars leiks sem verður gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. „Núna er bara annar stærsti leikur sögunnar gegn Nígeríu. Við þurfum að gíra okkur upp í hann,“ segir Aron Einar.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í meðferð á æfingasvæðinu í Kabardinka daginn eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÆtlar að fjölga mínútunum „Það verður annar erfiður leikur. Þeir koma til okkar með núll punkta og vilja klárlega sækja þessi þrjú stig. Þurfum að vera á tánum mæta þeim af krafti því þeir koma pottþétt í leikinn með krafti og ætla að rúlla yfir okkur. Við þurfum að standa þéttir og með kassann út.“ Aron Einar spilaði sem fyrr segir 75 mínútur en planið sé að ná enn fleiri mínútum gegn Nígeríu. „Við vorum ekki með neinn x-fjölda mínútna. Heimir nikkaði á mig á 70. mínútu, var farinn að sjá að ég var orðinn svolítið þreyttur. Ég ákvað að gefa honum auka fimm mínútur svo varamaðurinn sem var að koma inn á gæti hitað aðeins lengur. Að ná 75 mínútum var framar vonum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilaði 75 mínútur gegn Argentínu. Þetta var hans fyrsti leikur síðan í b-deildinni á Englandi með Cardiff í lok apríl. Aron sjálfur og þjóðin voru lengi í vafa um hvort hann yrði klár í leikinn. Hann átti flottan leik eins og allt íslenska liðið. „Það var sérstök stund fyrir sjálfan mig að ná þessum Argentínuleik. Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl,“ sagði Aron í viðtail í Akraborginni á X-inu 977. Aron tók því rólega á opinni æfingu landsliðsins laugardaginn 10. júní. Eftir það sá enginn hann æfa en Heimir Hallgrímsson sagði alltaf að Aron yrði klár og myndi spila. „Þetta er búið að vera mikil vinna síðustu fimm vikur. Virkilega góð tilfinning að ná þessu eftir allt sem hefur gengið á. Er ég að fara að ná HM eða ekki? Mann hefur alltaf dreymt um að spila á HM.“Landsliðsfyrirliðarnir eigast við á Spartak-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/VilhelmViss um að spila við lendingu Aron var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Argentínu en fannst liðið falla of langt niður á völlinn í síðari hálfleik. Hver sókn Argentínu á fætur annarri dundi á okkar mönnum. „Þetta minnti mann smá á Austurríkisleikinn, hvers langt niður við droppuðum,“ segir Aron og á við 2-1 sigur Íslands í París á EM fyrir tveimur árum. Austurríkismenn þurftu mark og Íslendingar voru í nauðvörn. En úr skyndisókn kom sigurmark Íslands og sæti í 16-liða úrslitunum var gulltryggt. Aron segist hafa verið fullviss um að hann næði leiknum þegar flugvél landsliðsins lenti í Rússlandi þann 9. júní, sléttri viku fyrir leik. „Þá leið mér betur, búinn að vinna mikið með sjúkraþjálfurunum og gekk bara vel. Svo þegar við vorum komnir hingað, ég tók þessa rólegu æfingu eftir flugið, þá leið mér eins og ég væri mættur. Fékk second wind sem keyrði mig í leikinn,“ segir Aron. Fimm vikna endurhæfing að baki sem virðist hafa verið lögð hárrétt upp. „Þetta var mikil vinna. Þetta var alltaf að fara að vera blóð, sviti og tár en ég var staðráðinn í að ná þessu. Bara sett full steam ahead,“ segir fyrirliðinn. Hausinn og adrenalínið á Spartak-leikvanginum hafi komið honum í gegnum Argentínuleikinn.Aron og Messi fara yfir málin með pólska dómaranum fyrir leik. Aron lét það alveg vera að biðja um treyju Messi eftir leik, sú fór til Birkis Bjarnasonar.Vísir/VilhelmAftur stærsti leikur sögunnar Þjóðinni líður eins og Ísland hafi unnið frækinn sigur á Argentínu þótt niðurstaðan hafi verið að stigununum var skipt jafnt á milli liðanna. Eitt stig, ekki þrjú. Aron Einar segir liðið komið niður á jörðina. „Já, það var gert strax eftir leik. Við áttum okkur á því. Þetta var gott stig og setur klárlega standardinn,“ segir Aron Einar. Líkt og eftir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, lið sem átti eftir að fara alla leið í keppninni. Strákarnir fá góða pásu milli fyrsta og annars leiks sem verður gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. „Núna er bara annar stærsti leikur sögunnar gegn Nígeríu. Við þurfum að gíra okkur upp í hann,“ segir Aron Einar.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í meðferð á æfingasvæðinu í Kabardinka daginn eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÆtlar að fjölga mínútunum „Það verður annar erfiður leikur. Þeir koma til okkar með núll punkta og vilja klárlega sækja þessi þrjú stig. Þurfum að vera á tánum mæta þeim af krafti því þeir koma pottþétt í leikinn með krafti og ætla að rúlla yfir okkur. Við þurfum að standa þéttir og með kassann út.“ Aron Einar spilaði sem fyrr segir 75 mínútur en planið sé að ná enn fleiri mínútum gegn Nígeríu. „Við vorum ekki með neinn x-fjölda mínútna. Heimir nikkaði á mig á 70. mínútu, var farinn að sjá að ég var orðinn svolítið þreyttur. Ég ákvað að gefa honum auka fimm mínútur svo varamaðurinn sem var að koma inn á gæti hitað aðeins lengur. Að ná 75 mínútum var framar vonum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira