Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Sylvía Hall skrifar 19. júní 2018 20:03 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar, þar á meðal Sósíalistaflokkurinn. Vísir/Vilhelm Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fór fram í dag, og stendur reyndar enn, enda er dagskráin þéttskipuð, og telur alls 54 mál. Meðal þess sem var tekið fyrir á fundinum var kjör borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, en Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Það má segja að borgarfulltrúar hafi byrjað af krafti, en um nóg var að vera á fyrsta fundinum. Meðal þess sem stóð hæst voru ummæli Lífar Magneudóttur um það að Marta Guðjónsdóttir tæki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði, en Vigdís Hauksdóttir sagði að um trúnaðarbrest væri að ræða og vildu borgarfulltrúar minnihlutans vita hvernig stæði á því að Líf hefði vitneskju um málið. Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“Ósætti í hópi Sósíalista vegna samstarfs við Sjálfstæðismenn - „Þeir eru ennþá óvinurinn" Borgarfulltrúar minnihlutans hafa boðað harða stjórnarandstöðu í minnihluta og hefur það vakið athygli í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins að Sanna Magdalena borgarfulltrúi flokksins hafi greitt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins atkvæði í ráð og nefndir á vegum borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar. Á þræði í hópi flokksins segist Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi flokksins, vera hugsi yfir þeirri ákvörðun en undirstrikar þó að samstarfið í minnihluta sé til þess að vera öflug andstaða úr öllum áttum. „Það var mögulega faux pas og ég er líka hugsi yfir því. Þetta er í fyrsta sinn sem Sanna situr borgarstjórnarfund og þetta fór ekki í gegn. Enn og aftur langar mig að segja að þetta er engan vegin samningur um málefni eingöngu formsatriði,“ segir Daníel Örn um atkvæði borgarfulltrúans. Meðlimir hópsins hafa lýst yfir mikilli óánægju við samstarfið við Sjálfstæðismenn en Daníel Örn segir þá enn vera óvininn. „Þeir eru ennþá óvinurinn en þau eru valdalausi óvinurinn í borginni.“Segir Sjálfstæðisflokkinn samanstanda af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum Borgarfulltrúar meirihlutans hafa einnig gert athugasemdir við samstöðu flokkanna í minnihluta, og gerði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, athugasemd við hana á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sagði að „það slitnaði ekki slefið“ á milli þeirra sem sitja í minnihluta.Sveimér þá - Ætli Eyþór hafi ekki bara verið að segja satt þegar hann sagðist ætla að breyta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn samanstendur nú af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum. Það slitnar a.m.k. ekki slefið á milli þeirra. #borgarstjórn — Líf Magneudóttir (@lifmagn) 19 June 2018 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skaut til baka á Twitter-síðu sinni þar sem hún spurði hvort samstarf Viðreisnar og Vinstri grænna í meirihluta hafi gert Líf að hægri manni eða Pawel að vinstri manni, í ljósi þess að fólk væri nú farið að setja Sjálfstæðismenn og Sósíalistaflokkinn undir sama hatt. Þau @lifmagn og @Dagurb gera athugasemdir við samstöðu stjórnarandstöðu í borgarstjórn. Gefa í skyn að Sósíalistar séu nú hægri flokkur. Í ljósi þess meirihluta sem myndaður var mætti þá spyrja með sama hætti: Hvort er @lifmagn nú hægri kona eða @pawelbartoszek nú vinstri maður? — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) 19 June 2018 Borgarstjórinn sjálfur var á meðal borgarfulltrúa sem tjáði sig á Twitter í dag, þar sem hann sagði ákvörðun flokkanna í minnihluta koma sér á óvart og hann hefði seint trúað því að Sanna Magdalena myndi styðja Eyþór Arnalds til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi Hauksdóttur til formennsku í umhverfis- og heilbrigðisráði. Hann segir það ekki vera óvænt að fulltrúar meirihlutans hlutu kosningu.Hefði þurft að láta segja mér tvisvar að Sanna myndi styðja Eyþór til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi í formannsku í umhverfis- og heilbrigðisráði og að þau styddu hana á móti í formennsku í velferðarráð. Fulltrúar meirihlutans hlutu - ekki óvænt - kosningu. — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) 19 June 2018 Sanna segir tilganginn vera að hrista upp í meirihlutanum Í umræddum þræði á Facebook-hópi Sósíalistaflokksins svarar Sanna Magdalena sjálf og segir engan málefnasamning vera á milli Sjálfstæðismanna og Sósíalista. Hún segir samstarf þeirra á milli vera fallið til þess að tryggja Sósíalistum fleiri sæti í ráðum, stjórnum og nefndum. „Að kjósa með lista sem við lögðum fram er ekki litið svo á að styðja D heldur að sýna samstöðu stjórnarandstöðu." segir Sanna, en hún vill meina að samstaða minnihlutans sé til þess fallin að hrista upp í meirihlutanum. Með þessu hafi flokkarnir komist að samkomulagi um setu í ráðum og nefndum og hafi Sjálfstæðisflokkurinn látið eftir sæti í Félagsbústuðum til Sósíalista. „[Við] vissum líka að slíkt myndi aldrei ná í gegn með 12 a móti 11.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fór fram í dag, og stendur reyndar enn, enda er dagskráin þéttskipuð, og telur alls 54 mál. Meðal þess sem var tekið fyrir á fundinum var kjör borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, en Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Það má segja að borgarfulltrúar hafi byrjað af krafti, en um nóg var að vera á fyrsta fundinum. Meðal þess sem stóð hæst voru ummæli Lífar Magneudóttur um það að Marta Guðjónsdóttir tæki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði, en Vigdís Hauksdóttir sagði að um trúnaðarbrest væri að ræða og vildu borgarfulltrúar minnihlutans vita hvernig stæði á því að Líf hefði vitneskju um málið. Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“Ósætti í hópi Sósíalista vegna samstarfs við Sjálfstæðismenn - „Þeir eru ennþá óvinurinn" Borgarfulltrúar minnihlutans hafa boðað harða stjórnarandstöðu í minnihluta og hefur það vakið athygli í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins að Sanna Magdalena borgarfulltrúi flokksins hafi greitt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins atkvæði í ráð og nefndir á vegum borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar. Á þræði í hópi flokksins segist Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi flokksins, vera hugsi yfir þeirri ákvörðun en undirstrikar þó að samstarfið í minnihluta sé til þess að vera öflug andstaða úr öllum áttum. „Það var mögulega faux pas og ég er líka hugsi yfir því. Þetta er í fyrsta sinn sem Sanna situr borgarstjórnarfund og þetta fór ekki í gegn. Enn og aftur langar mig að segja að þetta er engan vegin samningur um málefni eingöngu formsatriði,“ segir Daníel Örn um atkvæði borgarfulltrúans. Meðlimir hópsins hafa lýst yfir mikilli óánægju við samstarfið við Sjálfstæðismenn en Daníel Örn segir þá enn vera óvininn. „Þeir eru ennþá óvinurinn en þau eru valdalausi óvinurinn í borginni.“Segir Sjálfstæðisflokkinn samanstanda af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum Borgarfulltrúar meirihlutans hafa einnig gert athugasemdir við samstöðu flokkanna í minnihluta, og gerði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, athugasemd við hana á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sagði að „það slitnaði ekki slefið“ á milli þeirra sem sitja í minnihluta.Sveimér þá - Ætli Eyþór hafi ekki bara verið að segja satt þegar hann sagðist ætla að breyta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn samanstendur nú af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum. Það slitnar a.m.k. ekki slefið á milli þeirra. #borgarstjórn — Líf Magneudóttir (@lifmagn) 19 June 2018 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skaut til baka á Twitter-síðu sinni þar sem hún spurði hvort samstarf Viðreisnar og Vinstri grænna í meirihluta hafi gert Líf að hægri manni eða Pawel að vinstri manni, í ljósi þess að fólk væri nú farið að setja Sjálfstæðismenn og Sósíalistaflokkinn undir sama hatt. Þau @lifmagn og @Dagurb gera athugasemdir við samstöðu stjórnarandstöðu í borgarstjórn. Gefa í skyn að Sósíalistar séu nú hægri flokkur. Í ljósi þess meirihluta sem myndaður var mætti þá spyrja með sama hætti: Hvort er @lifmagn nú hægri kona eða @pawelbartoszek nú vinstri maður? — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) 19 June 2018 Borgarstjórinn sjálfur var á meðal borgarfulltrúa sem tjáði sig á Twitter í dag, þar sem hann sagði ákvörðun flokkanna í minnihluta koma sér á óvart og hann hefði seint trúað því að Sanna Magdalena myndi styðja Eyþór Arnalds til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi Hauksdóttur til formennsku í umhverfis- og heilbrigðisráði. Hann segir það ekki vera óvænt að fulltrúar meirihlutans hlutu kosningu.Hefði þurft að láta segja mér tvisvar að Sanna myndi styðja Eyþór til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi í formannsku í umhverfis- og heilbrigðisráði og að þau styddu hana á móti í formennsku í velferðarráð. Fulltrúar meirihlutans hlutu - ekki óvænt - kosningu. — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) 19 June 2018 Sanna segir tilganginn vera að hrista upp í meirihlutanum Í umræddum þræði á Facebook-hópi Sósíalistaflokksins svarar Sanna Magdalena sjálf og segir engan málefnasamning vera á milli Sjálfstæðismanna og Sósíalista. Hún segir samstarf þeirra á milli vera fallið til þess að tryggja Sósíalistum fleiri sæti í ráðum, stjórnum og nefndum. „Að kjósa með lista sem við lögðum fram er ekki litið svo á að styðja D heldur að sýna samstöðu stjórnarandstöðu." segir Sanna, en hún vill meina að samstaða minnihlutans sé til þess fallin að hrista upp í meirihlutanum. Með þessu hafi flokkarnir komist að samkomulagi um setu í ráðum og nefndum og hafi Sjálfstæðisflokkurinn látið eftir sæti í Félagsbústuðum til Sósíalista. „[Við] vissum líka að slíkt myndi aldrei ná í gegn með 12 a móti 11.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30