Lars: Sérstakt að koma hingað aftur Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júní 2018 07:30 Lars á blaðamananfundinum í gær. fréttablaðið/ Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti