Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga: Róbert með rúmlega 320 milljónir í laun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Róbert Wessmann hefur ástæðu til að brosa breitt.
Róbert Wessmann hefur ástæðu til að brosa breitt. Alvogen
Forstjóri Alvogen, Róbert Wessmann, er sagður hafa verið með 26,9 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári - ef marka má nýútkomið tekjublað DV. Það gerir um 322,8 milljónir í árstekjur.

Róbert var jafnframt meðal þeirra sem greiddu mestan skatt í fyrra, samkvæmt útlistun ríkisskattstjóra sem birtist í gær. Þar kom fram að Róbert hafi greitt um 142.455.851 krónu í skatt á liðnu ári. Það skilaði honum í 18. sæti listans yfir hæstu skattgreiðendur landsins.

Grímur Sæmundsson, sem er forstjóri Bláa lónssins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, á að hafa verið með tæplega 11 milljónir á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaðinu. Hann greiddi jafnframt um 104.972.342 krónur í skatt á liðnu ári, samkvæmt fyrrnefndum lista ríkisskattstjóra.

Kári Stefánsson var með um 100 milljónir í árslaun í fyrra.Vísir
Forstjóri olíufélagsins Skeljungs, Valgeir M. Baldursson, er sagður hafa fengið rúmlega 100 milljónir í laun í fyrra - eða um 8,4 milljónir á mánuði.

Stjórnarformaður Ilta Investments og fyrrverandi forstjóri kviku, Sigurður Atli Jónsson, er sagður hafa verið með sambærileg laun í fyrra. Tekjublaðið ætlar að hann hafi fengið um 7,9 milljónir í laun á mánuði.

Sjá einnig: Ríkisskattstjóri birtir lista yfir 40 hæstu skattgreiðendur Íslandi

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fylgir fast á hæla hans með um 7,8 milljóna laun á mánuði og forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, er talinn hafa verið með um 6,1 milljón á mánuði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×