Ástralska liðið vann þá 4-0 sigur á Tékkum og hollenski þjálfarinn Bert van Marwijk er greinilega að gera flotta hluti með liðið.
Þetta var fyrsti sigur ástralska liðsins undir hans stjórn en Van Marwijk tók við liðinu í janúar. Graham Arnold kom ástralska liðinu á HM en hætti svo óvænt með liðið.
A great win for the @Socceroos! What was your favourite moment? #GoSocceroospic.twitter.com/RPCBZHiSR9
— Caltex Socceroos (@Socceroos) June 1, 2018
Van Marwijk þjálfaði hollenska landsliðið frá 2008 til 2012 en undir hans stjórn komust Hollendingar í úrslitaleik HM í Suður-Afríku 2010
Mat Leckie, leikmaður Herthu Berlín, skoraði tvö mörk í leiknum í dag en Andrew Nabbout skoraði eitt og fjórða markið var síðan sjálfsmark. Leikurinn var spilaður í St. Polten í Austurríki.
Leikurinn var síðasti möguleikinn fyrir menn að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum áður en Van Marwijk velur HM-hópinn sinn. Hann sker nú niður um fjóra leikmenn.
Þetta var fyrsti sigur Ástralíu utan heimalandsins síðan í septeber 2016 og stærsti sigurinn á Tékklandi frá upphafi.
Ástralir eru með Dönum. Frökkum og Perúmönnum í riðli og fyrsti leikurinn er á móti Frakklandi 16. júní næstkomandi.