Hægt að gæða sér á nokkrum réttum án þess að „ganga út með tóma budduna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 16:00 Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag. Vísir/Vilhelm Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag og bætist við þegar fjölskrúðuga flóru veitingastaða á hafnarsvæðinu úti á Granda. Mathöllin hefur talsverða sérstöðu meðal annarra veitingahúsa því hún stílar einkum inn á svokallað götufæði (e. streetfood). Mathöllin stendur við Grandagarð 16. Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður náði tali af Franz Gunnarssyni, viðburða-og markaðsstjóra Granda mathallar. „Það er bara verið að snurfusa síðustu atriðin; gera allt spikk og span.“Það er allt að verða klárt fyrir opnun mathallarinnar á Granda.vísir/vilhelmFyrir þá sem ekki vita, hvað er götufæði?„Í grunninn er „Streetfood“ frumkvöðlastarf. Það er mikið til unnið af einyrkjum eða fjölskyldum sem vinna matinn sjálf, matreiða og standa vaktina. Það eru ekki stórfyrirtæki sem eru á bak við þetta heldur fólkið sjálft sem er að gera þetta. Skammtarnir eru minni, þú ert ekki að fá fulla máltíð og því er þetta ódýrara. Í grunninn voru það Forngrikkir sem steiktu fisk ofan í fátæka fólkið, þannig að þar byrjar þetta,“ segir Franz til útskýringar. Það sé hægt að gæða sér á tveimur til þremur mismunandi réttum án þess að „ganga út með tóma budduna.“ Hann segir að eigendur hafi lagt upp með að hafa eitthvað í boði fyrir alla og að kynna gesti mathallarinnar fyrir alþjóðlegum réttum. Til dæmis verður boðið upp á víetnamskan og kóreskan götubita. „Svo erum við líka með lítinn grænmetismarkað og grænmetisstað. Síðan, til þess að lyfta sér upp, erum við með Micro Roast - Vínbar.“Hefur ekki skapast heilmikið líf upp á síðkastið úti á Granda?„Já, Þetta er bara partur af þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað og mun halda áfram að eiga sér stað úti á Granda,“ segir Franz sem segir marga bíða opnunarinnar með mikilli eftirvæntingu. Fólk hafi að undanförnu verið að gægjast inn um gluggana.Mathöllin á Granda leggur áherslu á svokallað götufæði.vísir/vilhelmÞað er hægt að kaupa náttúruvín á Micro Roast - vínbar frá sérvöldum svæðum.Vísir/vilhelmHeilmikil uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu. Grandi Mathöll stendur við Grandagarð 16.vísir/vilhelm Matur Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag og bætist við þegar fjölskrúðuga flóru veitingastaða á hafnarsvæðinu úti á Granda. Mathöllin hefur talsverða sérstöðu meðal annarra veitingahúsa því hún stílar einkum inn á svokallað götufæði (e. streetfood). Mathöllin stendur við Grandagarð 16. Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður náði tali af Franz Gunnarssyni, viðburða-og markaðsstjóra Granda mathallar. „Það er bara verið að snurfusa síðustu atriðin; gera allt spikk og span.“Það er allt að verða klárt fyrir opnun mathallarinnar á Granda.vísir/vilhelmFyrir þá sem ekki vita, hvað er götufæði?„Í grunninn er „Streetfood“ frumkvöðlastarf. Það er mikið til unnið af einyrkjum eða fjölskyldum sem vinna matinn sjálf, matreiða og standa vaktina. Það eru ekki stórfyrirtæki sem eru á bak við þetta heldur fólkið sjálft sem er að gera þetta. Skammtarnir eru minni, þú ert ekki að fá fulla máltíð og því er þetta ódýrara. Í grunninn voru það Forngrikkir sem steiktu fisk ofan í fátæka fólkið, þannig að þar byrjar þetta,“ segir Franz til útskýringar. Það sé hægt að gæða sér á tveimur til þremur mismunandi réttum án þess að „ganga út með tóma budduna.“ Hann segir að eigendur hafi lagt upp með að hafa eitthvað í boði fyrir alla og að kynna gesti mathallarinnar fyrir alþjóðlegum réttum. Til dæmis verður boðið upp á víetnamskan og kóreskan götubita. „Svo erum við líka með lítinn grænmetismarkað og grænmetisstað. Síðan, til þess að lyfta sér upp, erum við með Micro Roast - Vínbar.“Hefur ekki skapast heilmikið líf upp á síðkastið úti á Granda?„Já, Þetta er bara partur af þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað og mun halda áfram að eiga sér stað úti á Granda,“ segir Franz sem segir marga bíða opnunarinnar með mikilli eftirvæntingu. Fólk hafi að undanförnu verið að gægjast inn um gluggana.Mathöllin á Granda leggur áherslu á svokallað götufæði.vísir/vilhelmÞað er hægt að kaupa náttúruvín á Micro Roast - vínbar frá sérvöldum svæðum.Vísir/vilhelmHeilmikil uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu. Grandi Mathöll stendur við Grandagarð 16.vísir/vilhelm
Matur Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira