Þyrlan var að störfum til þrjú í nótt vegna flugvélarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:01 Karl og kona sem voru í flugvél sem fór niður í Kinnarfjöllum seint í gær sluppu heil á húfi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. „Allir sluppu heilir á húfi,“ segir Kolbrún Björg Jónsdóttir hjá lögreglunni á Akureyri um flugatvikið í Kinnarfjöllum í gærkvöldi. Tveir farþegar voru í vélinni þegar hún fór niður, karl og kona, en Kolbrún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, þar sem lent var klukkan 23:11 í gærkvöldi. Þyrlan var áfram að störfum fram á nótt vegna flugvélarinnar. Tilkynning barst um að fjögurra sæta flugvél hafi brotlent í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík eða í fjöllunum á milli Akureyrar og Húsavíkur seint í gærkvöldi. Mjög kalt var á vettvangi en flugmenn fóru í loftið frá Akureyri á lítilli flugvél skömmu eftir útkallið og náðu að koma auga á fólkið. Gátu þeir kastað tjaldi og svefnpokum til fólksins úr flugvélinni. Eins og kom fram á Vísi í gær voru tveir björgunarsveitarmenn, sem voru á svæðinu á eigin vegum, fyrstir á vettvang og hlúðu að fólkinu á meðan beðið var eftir þyrlunni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðirnar í gær hafi gengið mjög vel. Aðstæður á vettvangi voru góðar í gær, heiðskírt en mjög kalt.Viðbragðsaðilar á leið á vettvangLögreglan Norðurlandi eystraFulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar norður og voru rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri auk fulltrúa nefndarinnar á vettvangi. Ásgeir segir að eftir að fólkinu var komið á sjúkrahús hafi þyrlan aðstoðað við að koma þessum aðilum á vettvang. „Þeir fóru með lögreglumenn og einhverja meðlimi rannsóknarnefndar aftur upp eftir, skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú.“Visir/MAP.isBjörgunaraðilar og viðbragðsaðilar voru kallaðir út í gær til aðstoðar en útkallið var svo afturkallað þegar fólkið var komið um borð í þyrluna. Einhverjir björgunarsveitarmenn voru þó komnir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bárust neyðarboð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnattaneyðarsendi. Gæslan hafði samband við flugumsjón á Akureyri, sem hafði samband við flugmann vélarinnar. Hann staðfesti að flugvélin hefði brotlent. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra var aðgerðaráætlun vegna flugslysa virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá. Tengdar fréttir Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
„Allir sluppu heilir á húfi,“ segir Kolbrún Björg Jónsdóttir hjá lögreglunni á Akureyri um flugatvikið í Kinnarfjöllum í gærkvöldi. Tveir farþegar voru í vélinni þegar hún fór niður, karl og kona, en Kolbrún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, þar sem lent var klukkan 23:11 í gærkvöldi. Þyrlan var áfram að störfum fram á nótt vegna flugvélarinnar. Tilkynning barst um að fjögurra sæta flugvél hafi brotlent í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík eða í fjöllunum á milli Akureyrar og Húsavíkur seint í gærkvöldi. Mjög kalt var á vettvangi en flugmenn fóru í loftið frá Akureyri á lítilli flugvél skömmu eftir útkallið og náðu að koma auga á fólkið. Gátu þeir kastað tjaldi og svefnpokum til fólksins úr flugvélinni. Eins og kom fram á Vísi í gær voru tveir björgunarsveitarmenn, sem voru á svæðinu á eigin vegum, fyrstir á vettvang og hlúðu að fólkinu á meðan beðið var eftir þyrlunni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðirnar í gær hafi gengið mjög vel. Aðstæður á vettvangi voru góðar í gær, heiðskírt en mjög kalt.Viðbragðsaðilar á leið á vettvangLögreglan Norðurlandi eystraFulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar norður og voru rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri auk fulltrúa nefndarinnar á vettvangi. Ásgeir segir að eftir að fólkinu var komið á sjúkrahús hafi þyrlan aðstoðað við að koma þessum aðilum á vettvang. „Þeir fóru með lögreglumenn og einhverja meðlimi rannsóknarnefndar aftur upp eftir, skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú.“Visir/MAP.isBjörgunaraðilar og viðbragðsaðilar voru kallaðir út í gær til aðstoðar en útkallið var svo afturkallað þegar fólkið var komið um borð í þyrluna. Einhverjir björgunarsveitarmenn voru þó komnir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bárust neyðarboð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnattaneyðarsendi. Gæslan hafði samband við flugumsjón á Akureyri, sem hafði samband við flugmann vélarinnar. Hann staðfesti að flugvélin hefði brotlent. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra var aðgerðaráætlun vegna flugslysa virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá.
Tengdar fréttir Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00