Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þurfti flugmaðurinn að að nauðlenda á hraðbraut þar sem töluverð umferð bíla var og mildi þykir að engin slys urðu á fólki.
Lögregla segir að flugmaðurinn hafi staðið sig „frábærlega“ í að lenda vélinni án þess að neitt kæmi fyrir og að lítið hefði mátt bregða út af svo að farið hefði mun verr.