Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, gæti misst af HM í Rússlandi eftir að hann meiddist í vináttulandsleik Belga og Portúgal í gærkvöld.
Kompany þurfti að fara af velli í leiknum í gær eftir 55 mínútur vegna meiðsla í nára. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.
„Þú fannst það á andrúmsloftinu að allir voru mjög áhyggjufullir þegar hann fór út af,“ sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez eftir leikinn.
„Hann sagðist finna fyrir óþægindum í nára þegar hann fór af velli. Hann er ekki unglamb og þekkir líkama sinn. Á þessum tímapunkti var það það rétta í stöðunni að taka hann út af.“
Martinez sagði það taka allt að tvo sólarhringa að fá skorið um það hversu alvarleg meiðslin eru en Kompany þarf að fara í myndatöku.
Martinez á enn eftir að velja 23 manna lokahóp sinn fyrir HM en hann þarf að gera það í síðastsa lagi á morgun, 4. júní.
HM í hættu hjá Kompany
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
