Búið að semja um myndun nýs meirihluta á Akranesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 13:24 Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta á Akranesi á síðasta kjörtímabili. Vísir/GVA Samfylkingin og Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa gengið frá málefnasamningi um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn í kvöld. Sævar Freyr Þráinsson mun áfram verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Elsa Lára Arnarsdóttir oddviti Framsóknar og áháðra staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Framsókn og frjálsir og Samfylkingin eru búin að ganga frá samningi sín á milli um meirihlutasamstarf. Það eru félagsfundir hjá báðum félögunum klukkan átta í kvöld og þá verður samningurinn lagður fyrir félagsmenn. Þá kemur í ljós hvað verður.“ Kjörnir bæjarfulltrúar flokkanna á Akranesi hafa fundað saman síðustu daga. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og höfum landað málefnasamningi sem að við erum öll sátt við, mjög sátt við. Hann verður borinn undir félagsmenn í kvöld og ef samþykki fæst þá verður skrifað undir.“ Elsa segir að það sé vilji beggja flokka að Sævar Freyr verði áfram bæjarstjóri og það sé komið samkomulag um það við hann sjálfan.Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóriSkjáskot/Stöð2Áhersla á fjölskyldur Sjálfstæðisflokkurinn var í hreinum meirihluta á síðasta kjörtímabili og hlaut 41,4 prósent í kosningunum um síðustu helgi og missti því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hlaut 31,2 prósent atkvæða og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent. Níu manns skipa bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn, Samfylkingin þrjá og Framsókn tvo. Miðflokkurinn hlaut aðeins 5,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn. Því var ljóst strax að mynda þyrfti nýjan meirihluta á Skaganum en Elsa Lára segir að umræðurnar síðustu daga hafi gengið mjög vel og flokkarnir náðu vel saman um stærstu málefnin. „Við leggjum mjög mikla áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Það er að horfa inn í menntamál, inn í dagvistunarmál, inn í velferðarmálin. Auk þess leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því ef við eigum að eiga inni fyrir uppbyggingu og sækja fram í velferðar- og fjölskyldumálum þá þarf atvinnan að vera til staðar.“Bæjarfulltrúar á AkranesiVísir/GvendurLíkar stefnuskrár Hún segir að enginn ágreiningur hafi komið upp á milli fulltrúa flokkanna tveggja. „Þetta hefur í rauninni bara gengið ótrúlega vel og við höfum verið mjög samstíga í öllum málum og búin að þurfa mjög erfið mál í þessu. Stefnuskrárnar voru allar mjög líkar og mjög líkar hjá okkur báðum og málefnasamningurinn endurspeglar þau atriði.“ Aðspurð hvort samstarf með Sjálfstæðisflokki hafi komið til greina svarar Elsa: „Við kölluðum þau á fund okkar og buðum þeim ákveðin sæti en þau ákváðu að taka það ekki og þar við situr bara.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Samfylkingin og Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa gengið frá málefnasamningi um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn í kvöld. Sævar Freyr Þráinsson mun áfram verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Elsa Lára Arnarsdóttir oddviti Framsóknar og áháðra staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Framsókn og frjálsir og Samfylkingin eru búin að ganga frá samningi sín á milli um meirihlutasamstarf. Það eru félagsfundir hjá báðum félögunum klukkan átta í kvöld og þá verður samningurinn lagður fyrir félagsmenn. Þá kemur í ljós hvað verður.“ Kjörnir bæjarfulltrúar flokkanna á Akranesi hafa fundað saman síðustu daga. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og höfum landað málefnasamningi sem að við erum öll sátt við, mjög sátt við. Hann verður borinn undir félagsmenn í kvöld og ef samþykki fæst þá verður skrifað undir.“ Elsa segir að það sé vilji beggja flokka að Sævar Freyr verði áfram bæjarstjóri og það sé komið samkomulag um það við hann sjálfan.Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóriSkjáskot/Stöð2Áhersla á fjölskyldur Sjálfstæðisflokkurinn var í hreinum meirihluta á síðasta kjörtímabili og hlaut 41,4 prósent í kosningunum um síðustu helgi og missti því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hlaut 31,2 prósent atkvæða og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent. Níu manns skipa bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn, Samfylkingin þrjá og Framsókn tvo. Miðflokkurinn hlaut aðeins 5,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn. Því var ljóst strax að mynda þyrfti nýjan meirihluta á Skaganum en Elsa Lára segir að umræðurnar síðustu daga hafi gengið mjög vel og flokkarnir náðu vel saman um stærstu málefnin. „Við leggjum mjög mikla áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Það er að horfa inn í menntamál, inn í dagvistunarmál, inn í velferðarmálin. Auk þess leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því ef við eigum að eiga inni fyrir uppbyggingu og sækja fram í velferðar- og fjölskyldumálum þá þarf atvinnan að vera til staðar.“Bæjarfulltrúar á AkranesiVísir/GvendurLíkar stefnuskrár Hún segir að enginn ágreiningur hafi komið upp á milli fulltrúa flokkanna tveggja. „Þetta hefur í rauninni bara gengið ótrúlega vel og við höfum verið mjög samstíga í öllum málum og búin að þurfa mjög erfið mál í þessu. Stefnuskrárnar voru allar mjög líkar og mjög líkar hjá okkur báðum og málefnasamningurinn endurspeglar þau atriði.“ Aðspurð hvort samstarf með Sjálfstæðisflokki hafi komið til greina svarar Elsa: „Við kölluðum þau á fund okkar og buðum þeim ákveðin sæti en þau ákváðu að taka það ekki og þar við situr bara.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15
Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16