Þegar Manning náði að kveikja neistann hjá Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2018 23:15 Peyton og Tiger er vel til vina. vísir/getty Fyrrum NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning sagði ansi magnaða sögu af því á dögunum hvernig honum tókst að æsa Tiger Woods upp með ruslatali er þeir spiluðu golf saman. Manning sagði söguna eftir að hafa spilað með Tiger í síðustu viku. Það var ekki í fyrsta skipti sem þessar goðsagnir spila golf saman. Þegar Manning spilaði með Indianapolis Colts og vildi keyra kerfin sín hratt þá notaði hann orðin Tiger og Phil. Ef hann sagði Tiger þá átti að fara af stað á einum en tveimur ef hann kallaði Phil. Þessa taktík notaði hann því Tiger var alltaf efstur á heimslistanum en Phil Mickelson í öðru sæti. Hann sagði Tiger frá þessu á sínum tíma og kylfingnum fannst það mjög merkilegt. Eftir fyrsta tímabil Manning með Denver Broncos árið 2013 þá spilaði hann með Tiger á nýjan leik. Tiger spurði þá hver helsti munurinn væri á því að spila með Broncos og Colts. Mannig skaut þá á Tiger. Það væri ruglandi að Rory McIlroy væri númer eitt en hann væri númer tvö. Tiger tók þessari kyndingu ekkert sérstaklega vel. Svo illa tók hann henni reyndar að hann notaði hana til að hvetja sig áfram. Hann vann tvö mót þennan mánuðinn og komst aftur á topp heimslistans. Morguninn eftir hringdi hann í Manning og minnti hann á að nú yrði að breyta kerfinu aftur. Á þann hátt sem væri réttur. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fyrrum NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning sagði ansi magnaða sögu af því á dögunum hvernig honum tókst að æsa Tiger Woods upp með ruslatali er þeir spiluðu golf saman. Manning sagði söguna eftir að hafa spilað með Tiger í síðustu viku. Það var ekki í fyrsta skipti sem þessar goðsagnir spila golf saman. Þegar Manning spilaði með Indianapolis Colts og vildi keyra kerfin sín hratt þá notaði hann orðin Tiger og Phil. Ef hann sagði Tiger þá átti að fara af stað á einum en tveimur ef hann kallaði Phil. Þessa taktík notaði hann því Tiger var alltaf efstur á heimslistanum en Phil Mickelson í öðru sæti. Hann sagði Tiger frá þessu á sínum tíma og kylfingnum fannst það mjög merkilegt. Eftir fyrsta tímabil Manning með Denver Broncos árið 2013 þá spilaði hann með Tiger á nýjan leik. Tiger spurði þá hver helsti munurinn væri á því að spila með Broncos og Colts. Mannig skaut þá á Tiger. Það væri ruglandi að Rory McIlroy væri númer eitt en hann væri númer tvö. Tiger tók þessari kyndingu ekkert sérstaklega vel. Svo illa tók hann henni reyndar að hann notaði hana til að hvetja sig áfram. Hann vann tvö mót þennan mánuðinn og komst aftur á topp heimslistans. Morguninn eftir hringdi hann í Manning og minnti hann á að nú yrði að breyta kerfinu aftur. Á þann hátt sem væri réttur.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira