Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum.
Fyrir EM þá var búningur íslenska liðsins sagður vera sá næstljótasti hjá miðlinum. Þeir elska aftur á móti nýja búninginn og þá sérstaklega ermarnar.
„Hönnunin á ermunum er kynlíf á fótleggjum, eða ermum. Eldur og ís að bræða hvort annað,“ stendur í úttekt blaðsins.
Hvíti varabúningurinn er settur í fjórða sætið hjá tímaritinu en blái aðalbúningurinn er í þriðja sæti. Ekki slæmt.
Aðalbúningur Kólumbíu tekur annað sætið og aðalbúningur Þýskalands toppsætið.
Hér má sjá úttektina.
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
