Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 12:30 Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00