Illa gengur að bera kennsl á lík í Gvatemala Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 15:52 Mörg fórnarlamba eldgossins hafa fundist nærri heimilum þeirra. Vísir/AP Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku. Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku.
Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43