Himnaríki og helvíti valin sýning ársins á Grímunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 21:34 Þuríður Blær Jóhannsdóttir sést hér í hlutverki stráksins í leikverkinu Himnaríki og helvíti. mynd/grímur bjarnason Leiksýningin Himnaríki og helvíti, sem byggð er á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, var valin sýning ársins og leikrit ársins 2018 á Grímunni, íslensku sviðlistaverðlaununum, sem fram fóru í Borgarleikhúsinu í kvöld. Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2018 hlaut leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir. Himnaríki og helvíti var tilnefnd til alls tólf verðlauna og hlaut sjö þeirra. Auk þess að vera valin sýning ársins og leikrit ársins hlaut leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson verðlaun sem leikstjóri ársins, Egill Ingibergsson fékk Grímuna fyrir leikmynd ársins, Helga I. Stefánsdóttir fyrir búninga ársins, Þórður Orri Pétursson fyrir lýsingu ársins og Hjálmar H. Ragnarsson fyrir tónlist ársins. Eggert Þorleifsson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Föðurnum og Nína Dögg Filippusdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í verkinu Fólk, staðir og hlutir. Leikari ársins í aukahlutverki var Valur Freyr Einarsson fyrir hlutverk sitt í 1984 og Sigrún Edda Björnsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir leik sinn í sýningunni Fólk, staðir og hlutir. Útvarpsverk ársins var Fákafen eftir Kristínu Eiríksdóttur og Sigurður Andrean Sigurgeirsson hlaut Grímuna fyrir sprota ársins. Í skugga Sveins, sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu, var svo valin barnasýning ársins. Katrín Gunnarsdóttir hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins fyrir verk sitt Crescendo og Baldvin Þór Magnússon hlaut verðlaun fyrir hljóðmynd sína í því verki. Þyrí Huld Árnadóttir var valin dansari ársins fyrir hlutverk sitt í Hinum lánssömu og Chantelle Carey hlaut síðan Grímuna fyrir dans-og sviðshreyfingar í söngleiknum Slá í gegn. Kristján Þór Jóhannsson var valinn söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í óperunni Tosca. Gríman Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2018 Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru gerðar opinberar í dag. 29. maí 2018 17:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Leiksýningin Himnaríki og helvíti, sem byggð er á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, var valin sýning ársins og leikrit ársins 2018 á Grímunni, íslensku sviðlistaverðlaununum, sem fram fóru í Borgarleikhúsinu í kvöld. Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2018 hlaut leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir. Himnaríki og helvíti var tilnefnd til alls tólf verðlauna og hlaut sjö þeirra. Auk þess að vera valin sýning ársins og leikrit ársins hlaut leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson verðlaun sem leikstjóri ársins, Egill Ingibergsson fékk Grímuna fyrir leikmynd ársins, Helga I. Stefánsdóttir fyrir búninga ársins, Þórður Orri Pétursson fyrir lýsingu ársins og Hjálmar H. Ragnarsson fyrir tónlist ársins. Eggert Þorleifsson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Föðurnum og Nína Dögg Filippusdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í verkinu Fólk, staðir og hlutir. Leikari ársins í aukahlutverki var Valur Freyr Einarsson fyrir hlutverk sitt í 1984 og Sigrún Edda Björnsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir leik sinn í sýningunni Fólk, staðir og hlutir. Útvarpsverk ársins var Fákafen eftir Kristínu Eiríksdóttur og Sigurður Andrean Sigurgeirsson hlaut Grímuna fyrir sprota ársins. Í skugga Sveins, sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu, var svo valin barnasýning ársins. Katrín Gunnarsdóttir hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins fyrir verk sitt Crescendo og Baldvin Þór Magnússon hlaut verðlaun fyrir hljóðmynd sína í því verki. Þyrí Huld Árnadóttir var valin dansari ársins fyrir hlutverk sitt í Hinum lánssömu og Chantelle Carey hlaut síðan Grímuna fyrir dans-og sviðshreyfingar í söngleiknum Slá í gegn. Kristján Þór Jóhannsson var valinn söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í óperunni Tosca.
Gríman Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2018 Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru gerðar opinberar í dag. 29. maí 2018 17:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2018 Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru gerðar opinberar í dag. 29. maí 2018 17:00