Tveir aðstoðarbankastjórar og ábyrgð Seðlabankans aukist Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2018 07:00 Doktor Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, var formaður starfshópsins og kynnti skýrsluna í Þjóðminjasafninu í gær. Með honum í starfshópnum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vísir/Stefán „Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í þessar tillögur og teljum að þær séu raunhæfar,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður starfshóps um endurmat á peningastefnu Íslands. Hópurinn kynnti tillögur sínar í gær. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ábyrgð Seðlabanka Íslands verði aukinn og hann taki við hluta af verkefnum Fjármálaeftirlitsins. Þá verði stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands breytt þannig að með seðlabankastjóra starfi tveir aðstoðarseðlabankastjórar. Á blaðamannafundi, þar sem starfshópurinn kynnti niðurstöður sínar, boðaði Katrín Jakobsdóttir frumvarp um breytinginar á lögum um Seðlabankann. Hún væntir þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á næsta þingi. Starfshópurinn leggur fram ellefu tillögur og Fréttablaðið gerir hér eftir grein fyrir fimm þeirra. Sú fyrsta er að Seðlabanki Íslands verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með greiningu, ákvörðun og beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja. „Ábyrgðin færist því frá Fjármálaeftirlitinu yfir til Seðlabankans og verður verkaskipting skýrari milli þessara tveggja stofnana. Vægi fjármálastöðugleika mun við breytinguna aukast í starfsemi Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið mun áfram gegna hlutverki eftirlitsaðila á markaði,“ segir í tillögum hópsins.Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Vísir/GVAÖnnur tillaga felur í sér að skipaðir verða tveir aðstoðarseðlabankastjórar, annar með áherslu á fjármálastöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastjórn. Báðir mnu eiga sæti í bankastjórn með núverandi seðlabankastjóra. Bankastjórnin myndar síðan fjölskipað stjórnvald er tekur ákvarðanir utan hinnar hefðbundu hagstjórnar. Þriðja tillagan felur í sér að fjármálastöðugleikanefnd verði sett á laggirnar í stað fjármálastöðugleikaráðs og seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra gegni þar báðir formennsku. Nefndin taki ákvörðun um beitingu allrar þjóðhagsvarúðar. Fjórða tillagan felur svo í sér að samstarfssamningi ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að viðhald fjármálastöðugleika hafi forgang yfir viðhald verðstöðugleika ef þær aðstæður skapast að ógn skapist gagnvart hinum fyrrnefnda. „Í því tilviki skal peningastefnunefnd leyfa verðbólgu umfram markmið til að gefa fjármálastöðugleikanefnd svigrúm til þess að beita þjóðhagsvarúð.“ Fimmta tillagan miðar að því að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri verðlagsvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans miðar við. Forsætisráðherra minnti á að kveðið væri á um þetta í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar. Við vinnu starfshópsins var gengið út frá þeirri forsendu að krónan yrði áfram gjaldmiðill Íslendinga í nánústu framtíð og fjármagnshreyfingar til og frá landinu yrðu eins frjálsar og kostur er. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í þessar tillögur og teljum að þær séu raunhæfar,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður starfshóps um endurmat á peningastefnu Íslands. Hópurinn kynnti tillögur sínar í gær. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ábyrgð Seðlabanka Íslands verði aukinn og hann taki við hluta af verkefnum Fjármálaeftirlitsins. Þá verði stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands breytt þannig að með seðlabankastjóra starfi tveir aðstoðarseðlabankastjórar. Á blaðamannafundi, þar sem starfshópurinn kynnti niðurstöður sínar, boðaði Katrín Jakobsdóttir frumvarp um breytinginar á lögum um Seðlabankann. Hún væntir þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á næsta þingi. Starfshópurinn leggur fram ellefu tillögur og Fréttablaðið gerir hér eftir grein fyrir fimm þeirra. Sú fyrsta er að Seðlabanki Íslands verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með greiningu, ákvörðun og beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja. „Ábyrgðin færist því frá Fjármálaeftirlitinu yfir til Seðlabankans og verður verkaskipting skýrari milli þessara tveggja stofnana. Vægi fjármálastöðugleika mun við breytinguna aukast í starfsemi Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið mun áfram gegna hlutverki eftirlitsaðila á markaði,“ segir í tillögum hópsins.Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Vísir/GVAÖnnur tillaga felur í sér að skipaðir verða tveir aðstoðarseðlabankastjórar, annar með áherslu á fjármálastöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastjórn. Báðir mnu eiga sæti í bankastjórn með núverandi seðlabankastjóra. Bankastjórnin myndar síðan fjölskipað stjórnvald er tekur ákvarðanir utan hinnar hefðbundu hagstjórnar. Þriðja tillagan felur í sér að fjármálastöðugleikanefnd verði sett á laggirnar í stað fjármálastöðugleikaráðs og seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra gegni þar báðir formennsku. Nefndin taki ákvörðun um beitingu allrar þjóðhagsvarúðar. Fjórða tillagan felur svo í sér að samstarfssamningi ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að viðhald fjármálastöðugleika hafi forgang yfir viðhald verðstöðugleika ef þær aðstæður skapast að ógn skapist gagnvart hinum fyrrnefnda. „Í því tilviki skal peningastefnunefnd leyfa verðbólgu umfram markmið til að gefa fjármálastöðugleikanefnd svigrúm til þess að beita þjóðhagsvarúð.“ Fimmta tillagan miðar að því að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri verðlagsvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans miðar við. Forsætisráðherra minnti á að kveðið væri á um þetta í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar. Við vinnu starfshópsins var gengið út frá þeirri forsendu að krónan yrði áfram gjaldmiðill Íslendinga í nánústu framtíð og fjármagnshreyfingar til og frá landinu yrðu eins frjálsar og kostur er.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45